Þriðjudagur, 13. október 2009
Hvor er betri líkindareikningur skilanefndar eða Ögmundar?.
Ögmundur er engum líkur, frekar en Georg Bjarnfreðarson.
Því ekki að undra að Morgunblaðið líti á hann sem Messías íslenskra stjórnmála um þessar mundir og vilji allt til vinna að hann auðgi sem um muni hugmyndasmíðar sjálfstæðismanna.
Ögmundur segir að uppgjör Landsbankans, sem bendir til þess að 90% af Icesave skuldbindingunum muni fást út úr þrotabúi Landsbanka Íslands, breyti engu fyrir afstöðu sína til Icesave málsins. Það sem við erum að tala um í þessu samhengi er að þetta er byggt á líkindareikningi og hvorki ég né þú vitum hver veruleikinn verður," segir Ögmundur. Málið snúist um lagalegu fyrirvarana. Þannig að þetta snýst ekki núna um krónur og aura eða penny og pund eða evrur eða hvað það nú heitir," segir Ögmundur.
Þetta eru Georgs fræðin í hnotskurn, framsett af örgum Ögmundi en Morgunblaðið sleikir samt út um.
Þjóðin á sem sagt að meta meiri verðmæti í arfavitlausum fyrirvörum frá Alþingi íslendinga en krónur, pund eða evrur eða hvað þessir peningar heita nú sem heimili landsmanna skortir svo mjög vegna afglapa íslenskra stjórnvalda á liðnum áratug.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.