Mánudagur, 26. október 2009
Skugga "sveinar" Alþingis.
En hver eru fórnarlömbin í Icesave? Jú, fórnarlömbin í málinu eru íslenskir skattgreiðendur.
Gerendur í málinu voru hinsvegar ótvírætt ísl. stjórnvöld,þ.e. fjármálaeftirlitið og ráðuneytin öll sem fóru með banka og efnahagsmál.
Við eigum ekki að borga óreiðuskuldirnar sagði Davíð á sinn afgerandi hátt í Kastljósinu.
Um það þyrfti ekki að ræða frekar skildist mér.
En Geir Haarde viðtakandi og lærlingur Davíðs sagði hinsvegar "að við yrðum að borga" Hann ætlaði að borga 1100miljarða kr. með láni á 7% vöxtum.
Með neyðarlögunum hans sem samþykkt voru á Alþingi 6. október, 2008, tók Alþingi fulla ábyrgð á sparifjárinnistæðum íslenskra banka.
Þrætubók stjórnarandstöðu "gerandanna" er sem skítugt klám. Annað ekki.
Þeir sem lögðu þennan bagga á herðar íslensku þjóð ættu að sjá sóma sinn í því að hafa hljótt um sig að minnsta kosti svo lengi sem þjóðin er að borga skuldirnar, sem þeir stofnuðu til eða báru ábyrgð á, en það gerði Framsóknar flokkurinn af mikilli reisn undir góðri leiðsögn Davíðs og Geirs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.