Mánudagur, 26. október 2009
Sækjum gegn pólitískum trúðum, með allt niðrum sig í atvinnumálum.
Reynt er að blekkja þjóðin endalaust. Sömu gömlu lummurnar matreiddar endalaust í viðhengisþætti frétta ríkisútvarps og af pólitísku öfga liði undir merkjum náttúruverndar um að við eigum ekki mikið lengur okkar fagra og hreina föðurland.
Til mikillar gleði fyrir slíka afturhaldsseggi er Landsvirkjun á svonefndum athugunarlista matsfyrirtækisins Standard & Poors sem telur stöðu fyrirtækisins hafa veikst og svo geti farið að lánshæfismat verði talið neikvætt.
Staðreyndin er hinsvegar sú að orkufyrirtæki sem framleiðir orku og hefur þar að auki einokunarstöðu á markaði, er eftirsóttasti viðskiptavinur þeirra sem þurfa að koma fjármagni í vinnu hvar sem þau eru staðsett í heiminum.
Ég spyr, er von á innrás með hjálp matsfyrirtækjanna, á sama hátt og gerð var útrás með þeirra hjálp með svo alvarlegum afleiðingum sem raun bar vitni.
Ljóst er að kapítalistar allra landa vilja eignast svona gullnámu sem Landsvirkjun er og verður um alla framtíð, líka íslenskir kapítalistar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.