Fimmtudagur, 29. október 2009
Hvar er nú þetta annað sem átti að gefa Hafnfirðingum 600miljónir á ári?,.
Sjálfskipaðir vitringar fóru á kostum með málstað okkar sem voru meðmælt deiliskipulagi Straumsvíkur sem um var kosið 2007. Lista tónsmiður Gaflara, Magnús Kjartansson sagði okkur sennilega vera haldna elliglöppum. Sjálfur höfuðkratinn Jón Baldvin dáðist af heilbrigðri dómgreind andstæðinga tillögunar með mörgum fögrum orðum.
Það er grátlegt að góðir og gegnir skulu láta glepjast og sjái ekki gegnum "Göbels" áróðurstækni rauðliðanna.
Hitt er annað og skiljanlegt að þeir sem tóku kommúnista "trúna" á barnsaldri hafi við varanlega geðröskun að stríða eftir niðurlægingu hennar sem sjálfsagt er að hafa í huga.
1971 var ég einn af stofnendum fyrsta náttúruverndar félags landsmanna og var í fyrstu stjórn þess, (varaformaður Hjörleifs Guttormssonar), en hætti þegar öfgarnar hinna "eldrauðu" helguðu tilganginn.
Það sem vantaði þá og vantar enn er að þeir "rauðu" vilja ekki skilgreina manninn og þarfir hans sem sjálfsagðan hluta náttúrunnar.
En samt sem áður og enn eru skoðana systkini mín jafn elsk íslenskri náttúru og hreinu andrúmslofti sem þessir grænu gaurar og stelpur sem eru helrauð að innan.
"Framtíðarlandið" Ísland verður aldrei grænt né grátt, það er og verður í öllum regnbogans litum, sem betur fer.
Orku og umhverfisverkfræðingum er betur treystandi til að finna jafnvægið milli nýtingar auðlinda, álags á umhverfi og þarfa fólksins í landinu en ekki grænum gaurum og stelpum, sem eru græn að utan en helrauð að innan með að vopni þrætubókarlist sjálfskipaðra verndarar umhverfisins með slíkri væmni að flestum verður flökurt af sem nenna að hugsa.
Það eru til fleiri litir en hvít og svart.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.