Laugardagur, 31. október 2009
Þarf að vera svona dýrt að vera Íslendingur?.
Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands. (Einar Ben).
"Fyrsta hreina vinstri stjórn á Íslandi !" Hvað með það?. Hefur hún starfsgetu?.Já maður spyr og spyr, og verður hvað eftir annað kjaftstopp með þessar ættlægu spurningar um hvað sé að hjá stjórnendum þessa lands sem sigla þjóðarskútunni á sker eftir slælega skipstjórn allt lýðveldisskeiðið, og alltaf, á og eftir mestu góðærum þeirra sögu. Aldrei hefur tekist að rétta kúrsin af í tíma, því .miður
Er það fortíðarþrá sem um er að kenna?, þrár og söknuður í moldarkofana og drullupollana sem ræður ferð ?. Það virðist vera að minstakosti hjá samvisku þungum VG liðum nú.
Ekki getur það verið þjóðernisrembingur sem birtist í svo ömurlegum söknuði.
Þeir eru að vísu til sem enn sakna hópreiðar í annað sinn til að vera á móti framförum til auðvelda tilveru á þessu skeri okkar.
Það Þarf ekki hjálpa þeim til þess í VG, er það?.
"Hinsvegar úti æptu þar
Æstir Júðar af hjartans list;
Leysið Barabas! Krossfestið Krist!
- Þeir kunnu svar."
Þannig sannleikur þeirra var.
( Jóhannes úr Kötlum)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.