"Samtal gamlingja við steinanna".

img_4284.jpg

Samkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir 2010 skal en skera lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja niður um 11% eða um 4.4 miljarða króna.

Það er engin ástæða að til fyrir okkur eldri að sitja hljóðir hjá þegar þeir sem yngri eru og til vinstri, sýna sig að vera sömu pólitísku rugluhvolparnir sem hinir fyrri og halda áfram að ræna okkur og margskattleggja eins og stjórnvald síðasta áratugar ástunduðu að gera.

Það virðist vera nauðsynlegt að minna það fólk sem nú situr að stjórnvaldi, aftur og aftur á, að við sem erum á áttræðisaldri höfum greitt tryggingariðgjald frá 16 ára aldri og mörg okkar höfum greitt skatt af lífeyrissjóðsiðgjaldi okkar stærsta hluta starfsævinar, samt er lífeyrir okkar skattlagður að fullu, það er tvískattlagning.  

Skerðingar á áunnum tryggingarbótum er ekkert annað en tvískattlagning sem er andstætt meginreglum og laga samfélagsins og verður ekki skilgreind annað en gróf misbeiting valds til eignarnáms.

Hámark valdbeitingar er að skilgreina verðbætur af innistæðum sem fjármagnstekjur þrátt fyrir verðtryggingarlögin skilgreini verðbætur sem leiðréttingu höfuðstóls inneignar en ekki tekjur. Jaðarskatts áhrif 100% skerðinga og skattlagningar af völdum fjármagnstekna geta þess vegna komið skattaálagningu yfir 100% heildar tekna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband