Sunnudagsmogginn veldur miklum vonbrigðum.

Ég hef áður sagt að Morgunblaðið sé ekkert „venjulegt fyrirbæri", Morgunblaðið var orðin ómissandi en vandmeðfarin stofnun sem í liggja gífurleg verðmæti þekkingar og hefða.

Því verð ég að spyrja nýja eigendur Morgunblaðsins hvort þeir hafi ekki gert sér grein fyrir allar breytingar á "ytra borði" blaðsins og skipulagi þess, eru stórhættulegar, þegar leitast er við hagræða fjárhagslega á "innri borðum" blaðsins.

Hinum gjörbreytti Sunnudags-Moggi veldur mér miklum vonbrigðum, þetta er bara innantómt pistlablað gamalla pistla  m.a. um forseta vorn eftir Agnesi Bragadóttur, sem segir bara að hún og Mogginn séu ekki mjög hrifin af forsetanum, sem svo æði oft áður, og síðan pistlar um aðra stórlistamenn en þann á Bessastöðum af svipuðum meiði. Ekki skil ég hvernig Mogganum mínum dettur í hug að spilla "morgun"gleði lesanda með slíkum pistlum.

Þetta er blaðform í ætt við Séð og Heyrt, ætlað fyrir "hæið"- aristocratiska lesendur í sófanum á síðkvöldum en ekki fyrir "lággengisliðið" til að njóta á sunnudagsmorgni sem dagblað.

Því verð ég líka að spyrja eigendur Morgunblaðsins hvort þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að "hefðirnar selja". Allar fyrri tilraunir Moggans, þ.e 24 stundir og sérblöð voru vitleysa og peningasóun og eru meginástæða erfileika blaðsins síðustu ár.

Nýir ritstjórar hljóta að stoppa þetta af. Eða þá Styrmir sem virðist sestur við stýri á ný.

Þegar leitað er að fjármagni til rekstrar og þróunar blaðsins vegna þeirra stöðu sem blaðið er að vinna sig frá hlýtur hver áskrifandi að vera blaðinu verðmætur.

Ég vill mitt Morgunblað við mína morgunmessu á sunnudögum sem dagblað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband