Laugardagur, 31. október 2009
Hvatning til 68-kynslóðarinnar sem setti allt á hausinn.
Við sem nú sitjum í okkar friðarstól ættum nú sem áður þegar grjót hindraði okkar vegferð, að gefa því tíma og rúm að hindrunum sé rutt úr vegi.
Unga fólkið er betur menntað en við vorum, býr við betri tæki og tól en við og hefur fest þjóðarskútunna á skeri, sem er ómetanleg reynsla.
Svo reynd kynslóð mun skila landinu enn ríkar en við gerðum, og en öruggara en við gerðum.
Þeir skildu´, að ef hér átti að skapa þá fegurð
Sem skáld höfðu túlkað í óljósri þrá,
Varð vitið að sigrast á andhverfum öflum,
sem ógnandi sveifluðust til og frá,
að fólkið varð sjálft að leyfa sér landið
og lifa með samhjálp þess gæðum á,
að þá yrði brauðstritið leikur léttur
og listin og menningin allra réttur.
(Jóhannes úr Kötlum)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.