Af Fjármagnstekjuskatti og áhrifum hans á sparnað.

Bjarni Þórðarson tryggingarstærðfræðingur skrifaði nýverið grein um sem sýnir glöggt hvað viðkvæmt er að auka skatttöku af sparnaði á þeim forsendum sem fjármagnstekjuskatturinn er byggður á, ásamt þeim áhrifum sem slík hækkun hefði á skerðingar tryggingarbóta eldri borgara.

Bjarni segir ;

"Þeir sem halda að þeir geti margfaldað innheimtan fjármagnstekjuskatt með margfeldishækkun skattprósentunnar fara villir vega og vita ekki hvað þeir eru að gera. Fyrir daga lækkunar fjármagnstekjuskatts fylgdi skattprósentan hinni almennu skattprósentu og gaf ríkissjóði sáralitlar tekjur og latti fólkið til sparnaðar sem efnahagslífið mátti síst við. Þannig mun aftur fara verði sú óheillabraut farin sem fararstjórinn í óvissuferð ríkisstjórnarinnar var að vísa til á dögunum.

Fjármagnstekjuskattur er ekki aðeins greiddur af vöxtum, hann er einnig greiddur af verðbólgu. Tökum einföld dæmi. Maður sem á innistæðu á verðtryggðum reikningi, til að mynda eina milljón króna og fær fjögurra prósenta vexti, fær sem sagt 40.000 krónur í raunvexti á árinu. Hann fær jafnframt verðtryggingu svo höfuðstóllinn haldi gildi sínu. (Hafi menn óverðtryggða vexti kemur verðbólguálagið fram í hærri nafnvöxtum.) Verðbólgan hefur að undanförnu verið um 15 prósent. Innistæðueigandinn hefur því fengið verðbætur á reikning sinn sem því nemur, 150.000 krónur. Af þessum samtals 190.000 krónum greiddi hann áður 19.000 krónur í fjármagnstekjuskatt. Með öðrum orðum greiddi hann 19.000 króna skatt af 40.000 króna vöxtum eða tæplega 50 prósent. Raunvextir hans af sparnaði sínum voru því rétt rúm tvö prósent.

Eftir að ríkisstjórnin hækkaði fjármagnstekjuskattinn um 50 prósent, úr 10 prósentum í 15 prósent greiðir innistæðueigandinn í þessu dæmi 28.500 krónur í skatt af 40.000 króna raunvöxtum eða rúm 70 prósent. Nú hefur ríkisstjórnin ekki tilkynnt formlega hversu hátt hún ætlar með skattinn, en ljóst er að hún má ekki hækka hann mikið svo raunávöxtun af sparnaðinum verði orðin neikvæð ".

Svo mörg voru orð sérfræðingsins, sem sagt; það er besta leiðin til að eyðileggja tilgang verðbóta kerfisins um aukningu sparnaðar og ávöxtun hans í bankakerfinu er að hækka skattprósentum. og um leið að gera eignarnám í sparnað eldri borgara.

Ef tilgangur hækkunar er sá að hækka skatta af arði af fyrirtækjarekstri eða hlutabréfum er um allt annað mál að ræða.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband