Suð-vesturlína.

Við þurfum pláss fyrir öll okkar tæki og tól til að skapa lifibrauð í þessu landi, en við verðum að sjálfsögðu að staðsetja þessi tól að vitrænum hætti og lámarka hættur. Til þess höfum við velmenntaða fræðinga af öllu gerðum.

"Sú hætta er óhjákvæmileg að lagning Suðvestur­línu hafi neikvæð áhrif á vatnsverndar­svæði og um leið neysluvatn ef mengunar­slys verði. Þetta kemur fram í umhverfismati Skipulagsstofnunar um framkvæmdina. Er þar tekið undir áhyggjur heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á höfuðborgar­svæðinu. Framkvæmdin er engu að síður talin svo þjóðhagslega mikilvæg að rétt sé að ráðast í hana.

Fagaðilar töldu að best væri að fara aðra leið með línuna en yfir vatnsbólin. Sveitarfélögin töldu þá leið hins vegar heppilegasta, enda væri lína þar fyrir og vegur henni tengdur. Hann þyrfti að styrkja, en með því væri komist hjá því að leggja nýjan veg".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband