Laugardagur, 7. nóvember 2009
Nú verður dýrt að vera íslendingur, kröfur skattmanns óbærilegar.
Haft hefur verið eftir fjármálaráðherra að ekki sé ólíklegt að álagningarprósenta (tekjuskatts og útsvars) geti orðið samtals 50%.
En ráðherra bætti við út af gamalkunnri sjálfsvarnarlist stjórnmálamannsins að álagningarprósentan í Danmörk og Svíþjóð væri miklu hærri, eða rúm 60%.
Hér hefði verið rétt hjá ráðherra nýja Íslands með sannleikann að leiðarljósi að geta þess að lífeyrissjóðsiðgjöld eru inn í álagningu hjá Dönum og Svíum. Með 50% álagningu + 12% iðgjöldum til lífeyrissjóðs eru við með hæstu álagningu í heiminum.
Síðan bætist við hæstu óbeinu skattar í heimi, hæstu þjónustugjöld til sveitarfélaga í heimi og fjármagnstekjuskattskerfi sem eignarnáms verkfæri á sparnað. Tær snilld allt saman, en stjórnmálamenn þurfa að hafa sannleikann að leiðarljósi og því að við verðum líka að eiga fyrir mat og umbúðum til að endast í þrælabúi nútíma Íslands.
---- Hvað er ég? Hvað ert þú? Hvað er hún? Hvað er hann?
Sama hönd, sama önd, sama blóð.
Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenska þjóð!
(Jóhannes úr Kötlum)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.