Skattahækkanir ögn minni, segir andaglasið í gær.

Ég heimta fleiri góðar fréttir...

Takið eftir; Áætlun fyrir 2010 var nú fyrir nokkrum dögum,  -15% kaupmáttur  og + 64 miljarða króna skattahækkun.

Nú nokkrum dögum síðar segir ríkisstjórn að útlit er fyrir að skattahækkanir verði ögn minni en áður var ráðgert miðað við stöðu mála að loknum löngum fundi í Efnahags- og skattanefnd í dag.

Vonandi halda þeir fleiri langa fundi í þessari nefnd.

Spáin var; Seðlabankinn hefur endurskoðað spá sína hvað þróun kaupmáttar varðar og reiknar nú með að hún nemi - 15% á næsta ári. Þetta er tvöfalt meiri rýrnun en bankinn hafði áður spáð en í ágúst hljóðaði spáin upp á 7,4% rýrnun á næsta ári.

Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps stjórnvalda gerir ráð fyrir því að skatttekjur vaxi um 61 milljarða kr. frá áætluðum skatttekjum ársins 2009 þar sem tæpir 38 milljarðar kr. komi frá beinum sköttum, 8 milljarða kr. frá óbeinum sköttum og 16 milljarðar kr. frá nýjum orku-, umhverfis- og auðlindasköttum. Þetta er aukning nafntekna, en beinar aðgerðir á tekjuhlið nema 40 milljörðum kr.

mbl.is Skattahækkanir hugsanlega ögn minni en ráðgert var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband