Mánudagur, 9. nóvember 2009
Þá er Berlínar múrinn féll.
Þessa nótt sat ég hjá félaga mínum á sjúkrastofu Broomton sjúkrahússins í London og fylgdist með því sem fram fór í Berlín á beinni útsendingu á BBC.
Það var stórkotsleg upplifun að sjá frelsisgleðina í andlitum múrbrjótanna fyrir sjúklinginn sem var á leið í erfiðan hjartauppskurð seinna þessa nótt.
Hann sagðist hafa eignast enn ríkari von um frelsi frá því helsi sem hafði plagað hann um langann tíma og þarna hefði hans innri ótti breyst í hömlulausa gleði yfir því vegarnesti sem hann hefði fengið til ferðar til ókominar upprisu með fengnu frelsi austur Þjóðverja.
Þetta voru ógleymanlegar klukkustundir.
Hátíðarhöld hafin í Berlín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.