Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Reikningur til þjóðarinnar án skaðabóta frádráttar frá framsókn og íhaldinu.
Það verður ekki mikið eftir til matar, klæða og skjóls hjá flestum.
Mikilvægt er að fá upplýsingar um hvort það sé skipun frá AGS að ná jafnvægi á ríkissjóð á tæpum þrem árum, eða er það metnaðarmál stjórnvalda að svo skuli vera. Sama hvor er, þjóðinni er stillt upp á bjargbrún.
Já þetta verða þrælslegar álögur og munið að útgangsspáin var eftirfarandi;
Seðlabankinn hefur endurskoðað spá sína hvað þróun kaupmáttar varðar og reiknar nú með að hún nemi - 15% á næsta ári. Þetta er tvöfalt meiri rýrnun en bankinn hafði áður spáð en í ágúst hljóðaði spáin upp á 7,4% rýrnun á næsta ári.
Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps stjórnvalda gerir ráð fyrir því að skatttekjur vaxi um 61 milljarða kr. frá áætluðum skatttekjum ársins 2009 þar sem tæpir 38 milljarðar kr. komi frá beinum sköttum, 8 milljarða kr. frá óbeinum sköttum og 16 milljarðar kr. frá nýjum orku-, umhverfis- og auðlindasköttum. Þetta er aukning nafntekna, en beinar aðgerðir á tekjuhlið nema 40 milljörðum kr.47% skattur á launatekjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.