Söguhetjur Íslands á Þjóðfundi.

Söguhetjur Íslands "Sægreifarnir".

Það var mikill ljómi yfir peninga spilurunum okkar síðustu árin og þeir voru mærðir án afláts af okkar lýðkjörnu stjórnvaldshöfum. Enda léku þessir snillingar leiki sem gáfu ævintýralegan gróða með leifturhraða meira eða minna allan síðasta áratug.

Þar voru allir að græða en engin að tapa sögðu menn.

Þar virtist sem eilífðarvélin hefði loksins sprottið upp í bankahöllum landsmann.

En í ljós kom tölvuvélarnar framleiddu ekki fjármuni, þær höfðu því miður, bæði hólf bókhaldsins, debet og kredit. og eftir situr þjóðin í skuldasúpu sem jaðrar við þjóðargjaldþrot, þá sérstaklega útgerðin, sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni. Því enn á ný verða íslendingar meðal annarra framleiðslu þátta að treysta á arð fiskveiða.

Alþingi setti leikreglurnar um fiskveiðar og En Alþingi verður líka að hafa manndóm til að endurskoða þær leikreglur ef þjóðin kallar eftir, svo einfalt er það.

Það eru ekki vondir útgerðarmenn eða óprúttnir sjómenn sem eru dragbítar á heildar hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli.

Allt sem þeir eru að gera er að vinna vinnu sína af trúmennsku og ábyrgðarkennd sem einkennt hefur þessar stéttir báðar svo lengi sem ég man eftir, og hef lifað á arði þeirra ennþá lengur bæði sem sjómaður og landkrabbi eins og aðrir Íslendingar.

Þegar grannt er skoðað eru það einmitt útgerðarmenn og sjómenn sem berjast hörku baráttu á hverjum degi til að vernda búsetuskilyrðin í sjávarbyggðum hringinn í kringum landið en alltof fáir aðrir, því miður.

Þetta geta t.d. Seyðfirðingar tekið undir, þeir þekkja allir þá miklu alúð sem stærsta útgerðin þar, Gullbergs útgerðin hefur haft í frammi til að heildarhagsmunir Seyðfirðinga væri leiðarljós í útgerðinni allt frá stofnun hennar fyrir 38 árum.

" Við hækkandi sólris þær hetjur ég sé

  sem hófu í myrkrinu frelsisins óð,

  og mynduðu skjaldborg um vonanna vé

  og vorperlum stráðu á öreigans slóð,

  og hugheilar lögðu fram ævina alla

  í annan hvorn þáttinn; að sigra eða falla"

(Jóhannes úr Kötlum Söguhetjur Íslands)


mbl.is Styttist í Þjóðfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband