Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Er það skipun frá AGS að ná jafnvægi á ríkissjóð á tæpum þrem árum.
Hvaða rugl er þetta, þjóðarbúið þarf eins og heimilin í landinu á sinni greiðsluaðlögun að halda og til hennar þarf tíma, ráð og rúm.
Ljóst er að öllu óbreyttu stefnir neyslan í kjötfars og Ora fiskibollur, meðan Ísland brennur!.
Hverjir geta slökkt þessa elda?.
Það verður ekki mikið eftir til matar, klæða og skjóls hjá flestum ef illa fer.
En það er afar mikilvægt er að fá upplýsingar um hvort það sé skipun frá AGS að ná jafnvægi á ríkissjóð á tæpum þrem árum, eða er það metnaðarmál stjórnvalda að svo skuli vera.
Sama hvor er, þjóðinni er stillt upp á bjargbrún.
Já þetta verða þrælslegar álögur ef ekkert breytist.Það þýðir ekki að kalla eftir neinni aðstoð frá verkalýðshreyfinguni, þar er bara til staðar akademískt vinstra rugl.
Ríkisstjórnin reynir bara að láta þjóðarskútuna fljóta yfir sker og er en að kveikja elda, hún slekkur að virðist enga elda.
Þá er bara eftir nýi bjargvætturinn Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hann er engum líkur, ef hann getur ekki hamið þessa elda gerir það enginn.
Vinnuveitendur hafa áður lagt til bjargráð, bjargvætt og þjóðarsátt.
Verðlagið upp um 1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.