Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Er enn verið að reyna að blekkja?.
Ég botna ekki í svona leiðréttingu á frétt, en þar segir Mbl á þriðjudag; Stefnir 7,9 milljarða fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun Portusar.
Þess vegna hefur Austurhöfn-TR, hefur sent Morgunblaðinu athugasemd.
Eftir að upphaflegt tilboð Portusar hafi verið lagt fram, hafi verið ákveðið að stækka húsið. Það olli kostnaðarauka sem þáverandi eigendur ætluðu að bera og töldu borga sig og hafði engin áhrif á fyrirheit um framlag frá opinberum aðilum.
Uppgefin kostnaðartala í umræddri frétt var einungis miðuð við verðlagsþróun hingað til og spá Seðlabankans um verðbólgu til verkloka vorið 2011.
Uppgefnar tölur um kostnað voru því eingöngu óbreytt áætlun og ekki rétt að verkið stefni miljarða fram úr áætlun," segir í athugasemdinni.
Eftir stendur spurningin um hvort byggingarkostnaður fram til þessa sé í samræmi við gerðar áætlanir eftir "eigandaskipti" eða hvað menn vilja kalla "forsjársbreytinguna" ?.
Fer ekki milljarða fram yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.