Verbólga er er skattlögð hjá sparifjáreigendum og skerðir lífeyri.

img_4287.jpgJóna gamla er ýmsu vön eftir grýtta vegferð hennar kynslóðar að bættum lífskilyrðum fyrir íslenska þjóð, en nú er hún verulega uggandi vegna frétta um að Steingrímur ætli að hækka fjármagnsskatt frá 15% í 18%, því þá verða jaðarskattar hennar langt yfir 100%.

Já ósvífnin er ótrúleg þar sem verðbætur vegna rýrnunar höfuðstóls sparnaðar er taldar fjármagnstekjur,

Dæmi: Jóna gamla átti eftir ævilangan sparnað, ótal gengisfellingar fyrir útgerðarmenn landsins og neikvæða ávöxtun um áratugaskeið, eina miljón króna á verðtryggðum sparireikningi allt árið 2008, vextir voru 4% en verðbólgan var 16%.

Jóna fékk 40þkr. vexti en höfuðstóllinn er verðbætur um 160 þkr.

Jóna er tekjulaus einstaklingur með 1640þkr/ári eftirlaun almanna trygginga eftir skatta. Samtals skerðir þessi sparsemi Jónu bætur hennar um 200-99= 101þkr á ári

Samtals "fjármagnstekjur" 200þkr í stað 40þkr. Miðað við sömu verðbólgu yrði skattur

Skattur 10% = 20þkr, 15% = 30þkr, 18% = 36þkr.

Við ofangreinda verðbólgu og 18% fjármagnstekjuskatt er ávöxtun sparireikningsins 1%.

Ef þetta er ekki snilldaraðferð meistaraþjófa þá er hún ekki til.

En þessu er líst með eftirfarandi hætti af Stefán Jónssyni.

 

 Andmæla réttur mér engin er gefinn

því ei mátti verða á framkvæmdum töf,

Hjá ríkisstjórn Jóhönnu reiddur var hnefinn

svo rétt hef ég hvorki á kistu né gröf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband