Lítil þjóð og vinalaus leitar jarðsambands.

gildi-cloud.pngLítil þjóð á sér enga vini í samfélagi þjóða og það hefur komið berlega í ljós fyrir íslendinga á síðustu mánuðum.

Við íslendingar þurfum því sem aldrei fyrr að skapa okkur virðingu með framferði okkar og menningu til að öðlast sterka sjálfsmynd í samfélagi þeirra þjóða sem við kærum okkur en um að hafa góð og mikilvæg samskipti við.

Þess vegna verða okkar útvalda fulltrúalið að vera í forystu í þeirri menningarbyltingu sem nauðsynleg er.

Samanber meðfylgjandi frétt er dapurlegt að menn sem hafa fengið það virðulega starf fyrir hönd sinna stjórnmálaflokka að starfa á Alþingi íslendinga, virðast ekki hafa annað að gera en að leika sér stærsta hluta starfstímans og en hafa svo í frammi vælugrát um annir og erfiði ef til fellur einhver vinna við átakamál.

Það tekur í taugar á tímum niðurlægingar þjóðarinnar gagnvart öllu viðskiptaþjóðum okkar að fylgjast með störfum Alþingismanna og kvenna við þessa dapurlegu iðju.

Við uppskerum aðeins því sem við sáum.

 


mbl.is Sendir ekki fyrirspurn til Norðurlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband