Boðorð Vilhjálms!.....

bilde.jpgAtvinnulífið og bankarnir, ásamt með og undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu okkur á hausinn .

Þessum staðreyndum er ekki hægt að afneita, það veit þjóðin.

En þjóðin veit líka að samtök atvinnulífsins gegna aðalhlutverki í viðreisn efnahagsmála, þess vegna ber að hlýða með andakt og virðingu á allar tillögur og umsagnir samtakanna.

Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu.

„Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?" segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. „Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk," segir hann.

Bjargvætturinn hefur lögmál í frammi, við viljum ekkert fúsk. Og aldeilis ekki af frómum heilum og höndum samtaka atvinnulífsins, við höfum ekki efni á því lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband