Þráhyggja leiðir af sér þráttarhyggju.

515151a.jpg Það er ekkert frávik frá nýfrjálshyggjunni hjá ungum sjálfstæðismönnum. Þrátt fyrir banka- og gjaldeyrishrun stendur trúin á óskeikulleika markaðarins óhögguð.

Þeir leggja til að markaðnum verði treyst fyrir nánast öllu fyrirtækjum og jafnvel stofnunum ríkisins.
Þeir vilja líka einkavæðingu bankanna sem fyrst.

Þessi skaðvænlega hugmyndafræði sambands ungra sjálfstæðismanna er byggð á sandi og er þess vegna ónothæf án verulegrar uppstokkunnar og eftirlits.

Það er allavega skylda þessa unga fólks endurhæfa spekina á grundvelli reynslunnar.

Eftirlitslaust atvinnulífið og bankar með leiðsögn Sjálfstæðisflokksins settu okkur á hausinn og það viljum við væntanlega ekki aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband