Kaupþings krónika.

Vírus eða allavega einhver sýking, sennilega norskrar ættar því hún bar eitthvert norra nafn, herjaði nýverið á marga starfsmenn þess annars ágæta Kaupþingsbanka sem olli allskyns magaóáran og erfiðleikum í meltingarfærum, en að aurarnir væru ekki í öruggri meinvarpa gæslu hjá bankanum eru  ný tíðindi fyrir margan mörlandann, ég hef t.d. alla tíð trúað að þeir hefðu bæði axlabönd og belti á meðhöndlun auranna eins og aðrir heiðvirtir bankar.

Ég vona bara að blessuð konan hafi "eignarstýrt" þessu fjármagni af meiri skynsemi en æðstu yfirmenn hennar gerðu, þannig að hún megi vel við una ávöxtun "síns" punds.
mbl.is Fjárdráttur hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband