Óbilgjarnt mat þingmans á nauðsynlegri gagnrýni bloggara.

Eftirfarandi viðtal kom til minnis við að hlusta á Pétur Blöndal í þætti á útvarpi Sögu nú í morgun. Þar kom fram yfirgnæfandi og óstöðvandi málflæði frá Pétri um þann eina sannleik sem finnst í samfélagsumræðunni, sannleik hins niðurfrysta sjálfstæðisnóra í minnihluta.

Málflutninginn sagði Pétur nauðsynlegan til að veita stjórnvöldum aðhald.

Nei þetta framferði í málatilbúnaði er ekki gagnlegt eða frambærilegt til aðhalds, svona málflutningur eru bara þau sömu vinnubrögð sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson sagði í viðtali við Mbl. að hafa viðhaft þegar hann var í minnihluta í borgarstjórn, hann sagði að þá hafi hann verið á móti öllum málum meirihluta, líka góðum málunum. Það væri aðalhlutverk minnihluta í lýðræðiskerfinu sagði Davíð, að vera á móti, eða með mínum orðum starfa sem hermdarverkamaður gagnvart meirihluta.

Lengi mun gæta anda Davíðs í hugsun hinna hvít/svörtu stjórnmálamanna, því miður fyrir þjóðina. Og þjóðin og þar með við bloggarar erum því miður of fastir í þessu menningarleysi ísl. Stjórnmálaumræðu.

Viðtalið við Pétur hét "Óbilgjarnt blogg í garð í garð þingmanna" ; „Bloggið er orðið mjög harðvítugt í garð þingmanna og hefur óbilgirni í garð þeirra aukist mjög á síðustu þremur til fjórum árum. Þetta segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Mbl. Þann 14.5.2009. „Það er orðinn allt annar bragur á umræðunni um þingmenn og mér finnst sem menn leyfi  sér að ganga ansi langt í persónulegum árásum og níði.  
„Menn eru taldir  réttdræpir á blogginu og ég er ekki viss um að mörgum finnist gaman að börnin þeirra geti lesið slíkan óhróður um sig." Hann hafi íhugað að bjóða sig ekki fram til þingstarfa vegna þessa. Pétur hefur verið alþingismaður frá árinu 1995.
 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband