Óruglað innlegg í umræðuna.

bestubinir_938261.jpgVið eigum von íslendingar, við eigum en hugsandi menn, við höfum fengið að hlýða á snillinga eins og Jón Baldvin og Styrmir Gunnarsson og nú í dag getum við lesið magnaðan leiðara í fríblaði Fréttablaðsins.

Þrátt fyrir allt og vegna þess að meðal okkar finnast óruglaðir einstaklingar held ég að vonin um upprisu þjóðar okkar sé raunhæf.

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar leiðara í Fréttablaðinu í dag.            

Í viðtækinu má svissa milli Baggalúts og Alþingis: háðhvörfin í útúrsnúningi æringjanna á amerískum slagara, hvað má gefa þeim sem allt á, eru í sláandi mótsögn við heiftarlegar staglumræður um stóru skuldina Icesave. Þar takast á hugmyndir manna sem sitja á pólitískum strandstað eftir að hafa brotið öll okkar skip og hinna sem stóðu hjá og fylgdust úr skjóli stjórnarandstöðu með frækilegum glæfrasiglingum á sundum alþjóðaviðskipta: nú er það þeirra sósíalistanna og sósíaldemókratanna að berjast fyrir að þjóðin taki á sig klafa skulda fyrir óreiðumenn, skjólstæðinga íhaldsins og Framsóknar. Hin sögulega íronía getur tekið á sig stórfenglegar myndir.

Og skuldaskilin eru ekki síður stórfengleg: nú eru stjórnvöld krafin um að standa á sínu, ári eftir að uppgjöfin var undirrituð, skilmálar samþykktir í stórum dráttum - og þeir sem þá stóðu að undirritun eru nú kvabbandi við dyrnar og kvarta yfir smáa letrinu. Og enn stækkar sá hópur sem leggur hart að forseta Íslands að nýta málskotsréttinn og skjóta samþykkt þessa skuldasamnings til þeirra sem eiga að taka upp veskið og borga - þjóðarinnar sjálfrar...................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband