Miðvikudagur, 2. desember 2009
Þröskuldar þróunar er efinn um að menntun sá máttur.
Að búa til óvinafagnað með silkihanska höndum og atvinnuníð að vopni er grátlegt verkfæri til frama í stjórnmálum.
Vandamálasmiðir landsins þurfa endurhæfingu hið snarasta!....... Sérstaklega þeir sem eru grænir að utan en eldrauðir hið innra í m.a. báðum stjórnarflokkum, og alveg sérstaklega þeir sem ætla sér frama í næstu kosningum.
Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingar er en og aftur við það heygarðshorn, að rétt sé að skapa farveg nýsköpunar með þrætubók um verðmæti annarra starfandi atvinnugreina, hann segir;
"Þvert á heildarhagsmuni atvinnulífsins hafa stjórnvöld lagt ofuráherslu á einn atvinnuveg umfram aðra, stóriðju. Sú staðreynd að þessi iðnaður skapar einungis lítinn hluta af verðmætaaukningu landsframleiðslunnar og aðeins um 1-2% allra starfa í landinu vekur óneitanlega grun um að stjórnmálamenn hafi frekar verið farþegar í þessari þróun en gerendur þótt þeir hafi oft haft hönd á stýri".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.