Fimmtudagur, 3. desember 2009
Bekkst er mjög við byggðagungur á Austurvelli.
Vonandi fáum við að upplifa stjórnmálamenn og konur á Alþingi við Austurvöll, eftir sandkassaleiki síðustu mánaða, sem kunna að greina hinn daglega vanda, kunna en samræðulist stjórnmála þar sem viljinn til samræðu er allt sem þarf, og sem hafa vilja til að leysa þann næsta óleysanlega vanda sem nú liggur fyrir, í samstarfi og samræðu við hagsmuna hópanna í samfélaginu, en fyrst og fremst sýn á milli.
Nú ríður á að Austurvallar kórinn verði samhljóma og ófalskur og sýni að þau séuð engar byggðagungur.
Þannig skapa þau samhljóm með þjóðinni allri og virðing hennar á verður vakin á ný.
Í "Skógarmanninum" hjá skáldinu úr Kötlum er lífsbjörg útlagans lýst í kynngimagnaðri stemmu.
Bekkst er mjög við byggðagungur
- brotin skörð í þeirra auð.
Fetar einn um fen og klungur
frár og skyggn í þungri nauð,
ærist við sitt hljóða hungur,
- hleypur uppi vænan sauð.
Stór hluti þjóðarinnar er að óbreytu á leið í einhverskonar útlegð og ef af verður brotna mörg skörð hjá þeim sem ábyrgð bera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.