Föstudagur, 4. desember 2009
Stórskaðlegur sér íslenskur barnaskapur - svart/hvítu hetjanna.
Í fréttaauka ríkisútvarpsins í kvöld var rætt við forsvarsmann Marorku og en og aftur heyrði maður það heimskuþvaður að ekki væri hægt að hefja almenna iðnaðarframleiðslu eða nýsköpunarverk í þessu landi ef eitthvað sem forsvarsmaðurinn kallaði "ofuráherslur" stjórnvalda væri á byggingariðnað og stóriðju.
Þarna er á ferðin sama þvæla og Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingar var með í fréttaviðtali.
Auðvitað eiga menn eins og ævinlega áður að reyna með sínu eigin hyggjuviti og sköpunarkrafti að skapa hugmyndum sínum farveg á markað og vera ekki með væl og vitleysu á biðilsbuxum eftir almannafjármagni til sköpunarverka sinna m.a. með því að hallmæla sjálfbærum atvinnugreinum í orkuframleiðslu, stóriðnaði og byggingariðnaði og telja að slíkt sé hugðarefnum þeirra til framdráttar. Þetta er sér íslenskur barnaskapur og stórskaðlegur.
Að búa til óvinafagnað með silkihanska höndum og atvinnuníð að vopni er grátlegt verkfæri þegar rúmlega 10.000 mans eru í atvinnuleit, þar af tæplega 2000 á Suðurnesjum.
Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingar var en og aftur við það heygarðshorn, að rétt sé að skapa farveg nýsköpunar með þrætubók um verðmæti annarra starfandi atvinnugreina, hann segir;
"Þvert á heildarhagsmuni atvinnulífsins hafa stjórnvöld lagt ofuráherslu á einn atvinnuveg umfram aðra, stóriðju. Sú staðreynd að þessi iðnaður skapar einungis lítinn hluta af verðmætaaukningu landsframleiðslunnar og aðeins um 1-2% allra starfa í landinu vekur óneitanlega grun um að stjórnmálamenn hafi frekar verið farþegar í þessari þróun en gerendur þótt þeir hafi oft haft hönd á stýri".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.