Föstudagur, 4. desember 2009
Almenningur tryggi ekki innistæður.
Auðvita átti hámarka tryggingarupphæð í neyðarlögin á sínum tíma, þá væri staðan skárri.
En þá sem áður var pólitíska valdið að vernda ríku skjólstæðinga sína.
En meðan Neyðarlögin eru í gildi þá er tryggingarupphæðin ótakmörkuð, hvað sem yfirlýsingar eða ný lög segja.
En lokatakmark verður vera sjálfbær tryggingarsjóður.
Undir forystu sjálfstæðismanna voru samþykkt neyðarlög í október 2008 sem m.a, fólu í sér óheftar innistæðu tryggingar ríkisins á öllum innistæðum í íslenska bankakerfinu þar með í Icesave, í mörgum tilfellum voru þetta innistæður upp á hundruða miljóna króna sem m.a, allskonar viðskiptajöfrar höfðu haft að launum eða þóknun og kvótabraski frá helmingaskiptaflokkunum Framsókn og Sjálfstæðisflokki.
Hvað segja þeir skattgreiðendur, sem áttu engar inneignir í banka vegna skattaáþjánar og annars álags frá klíkum samfélagsins, en þurfa nú að leggja á sig enn meiri áþján en nokkru sinni áður til að greiða innstæðu fjármagn innlendu millana, án hámarks, með sköttum sínum nú og í næstu framtíð.Frumvarp um þak á innistæðutryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.