Siðferðisskert viðskiptalíf íslendinga í öngstræti.

Siðferðisskert viðskiptalíf íslendinga er á því stigi að ríkið verður að hafa starfandi verðlagslögreglu hjá Neytendastofu, því flestir í kaupsýslunni reyna að stela, blekkja og okursamfélagið er bráðlifandi undir forystu opinbera þjónustufyrirtækja og stofnanna.

Það finnst hvergi skjól fyrir heimilin í landinu. Hvar er "nýja Ísland"

Allir meðalgreindir pólítíkerar í þessu "bankalandi" okkar verða að fara að huga að hagsmunum almennings með öflugum og tiltækum verkfærum.

Nýjustu dæmin: Neytendastofa hefur bannað símafélaginu Tali, vegna blekkinga, að birta reiknivél á netinu þar sem neytendur gátu  borið símreikning sinn saman við verð hjá Tali til þess að sjá hvort, og hversu mikið, þeir spöruðu á því að flytja viðskipti sín til fyrirtækisins.

Neytendastofa hefur líka bannað Elísabetu tryggingum að auglýsa 30% lækkun á verði heimilistrygginga vegna blekkinga.

gildi-cloud_937956.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband