Föstudagur, 11. desember 2009
Losa þarf þjóðarskútunna af Haardeskerjum, endanlega.
Furðufuglar hafa löngum flögrað um í Sjálfstæðisflokknum og er það margstaðfest í nýjum uppfærslum í leikhúsi fáránleikans við Austurvöll og annarsstaðar undanfarna mánuði.
Íhaldsframsóknin á liðnum áratugum hefur séð til þess að Íslendingar hafa orðið fyrir varanlegri lífskjaraskerðingu vegna einkavæðingarglæpa fyrir vini og vandamenn, svo einfalt er málið.
Núverandi ríkisstjórn hefur aldrei haft neina samningsstöðu í vandamálum sem tengjast þessum glæpum.
Með neyðarlögum Haarde var ríkisjóði gert að tryggja allar innstæður einkabankanna, ótakmarkað, eins og það var gáfulegt. Þess vegna á að vera kristalklárt fyrir Daníel Gros framsóknarmann hverjir greiða Icesave þjófnaðinn ,
Ábyrgðin á þessu klúðri er ekki núverandi ríkisstjórnar, hinsvegar var hún kosin til að losa skútunna af Haarde skerinu og sigla henni í var, fyrir frekari áföllum frá Íhaldsframsókninni.................................
Skert lífskjör og kaupmáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.