Föstudagur, 11. desember 2009
"Icesave-málið, er erfitt og hörmulegt" segir Steingrímur.
Tilvistarkreppa íslenskra stjórnmála var og er m.a. sú að forystumenn sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vandamál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál, sem sagt þrífast á að skapa vandamál.
Jafnvel þeir sem fremstir eru meðal jafningja í stjórnmálaelítunni muna ekki stundinni lengur, eftir að þeir eru komnir inn á Alþingi, að erindi þeirra þangað var að leysa úr flækjum mannlífsins, en ekki að flækja það frekar.
Í Guðanna bænum hættið þessu væli ráðherrar góðir og vænir, brettið upp ermar og komið ykkur að verki, verið ekki þær mýslur að láta stjórnarandstöðuna hafa endalaust verkstjórn með hendi, ekki hafa verk þeirra hingað til orðið þjóðinni til annars en stórtjóns.
„Icesave erfitt og hörmulegt“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.