Sunnudagur, 13. desember 2009
Að feigðarósi.
Það hefur verið sársaukafullt fyrir mig, sem allt frá barnæsku hefur séð og sannfærst um að í þjóðfélagi sem stjórnað er í anda jafnaðarstefnu séu mest og best lífsgæði, að þurfa að búa við "heimskunnar valdi" einkavæðingar og frjálshyggjunnar á liðnum áratugum.
Því var en sársaukafyllra er að finna að í upprisu tilraunum síðustu mánuði ræður "heimskunnar vald" of mikið í vinnu stjórnvalda. Það er sem Arnarhváls-Kansellíið sé en í skammhlaupi kapítalisma andskotans því fjármagneigendur hafa verið verndaðir bak og fyrir og eins og áður skal pöpulinn bera birgðirnar. Samanber ráðstafanir í fjármálum heimilanna og allt ruglið í kringum það.
En þegar kjarkurinn og sjálfsmynd ríkisstjórnarinnar eykst eftir Icesave og hún setur skatta á iðnað og útgerð rennur tárafljót úr hvarmi hvers einasta kapítalista og grátkórinn stendur á öndinni í ekkasogum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.