Sunnudagur, 13. desember 2009
Nauðungaruppboðum þarf að fresta.
Dómsmálaráðherra kveðst uggandi vegna væntanlegra nauðungaruppboða hundraða eigna.
Þann ugg er að auðvitað að finna í brjósti allra íslendinga, líka þeirra sem hafa völd í umboði þjóðarinnar til að gefa sér tíma til að finna leiðir til að koma í veg fyrir flest þessara uppboða
En hún er merkilega lífsseig ímynd lagersstjóra peninga lageranna okkar að það þurfi ekki framleiða vörurnar á lagerinn svo reksturinn geti haldið sjó.
Það er kristalklárt að bankarnir fá takmörkuð endurlán í lager hillurnar sínar, því þarf að tryggja að heimilin og atvinnufyrirtækin hafi áfram greiðslugetu fyrir lánum sínum, með öðrum orðum haldið áfram að framleiða fjármuni til að geta staðið í skilum á þeim forsendum sem við blöstu þegar lán voru tekin.
Bankarnir voru gerendur hrunsins og standa í ábyrgðarskuld við lántakendur fyrir að gjörbreyta forsendum fjármálagerninga með sínum athöfnum, um það þarf engin að deila.
Ríkisvaldið hafði lög og öll verkfæri tiltæk til að bankarnir störfuðu samkvæmt öllum þeim leikreglum sem þeim bar, en nú vita menn að hvorki lögum né tiltækum verkfærum var beitt, því er ríkisvaldið að minnstakosti meðábyrgt, ef ekki höfuðábyrgðaraðili stöðunnar í dag ef horft er til stjórnarskrár um hverjum er skylt að framkvæma athafnir samkvæmt lögum og hverjum ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg með eindæmum virðingarleysið fyrir þegnum þessa lands og hvernig ríki og peningastofnanir fá óáreitt að fótumtroða mannorð og sjálfsvirðingu fólks í nafni "laganna". Mað skyldi ætla að lögin væru fyrir fólkið og til að vernda það gegn hvers konar ofbeldi, en ekki til að vernda ofbeldismennina, sama hvort er í líkamlegum, andlegum eða fjármálalegum skilningi.....
Er ekki tími til kominn að það verði komið fyrir bananapálma á fyrir ofan innganginn í Alþingishúsinu í stað þessarar dönsku kórónu sem þar er nú....? Eða er kórnónan kannski betra einkennismerki fyrir slæm lög og lagasetningar en Suður- eða Mið-Amerískir bananar....? Það væri nú til að kóróna vitleysuna....!
Ómar Bjarki Smárason, 13.12.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.