Framtakssjóður Íslands, björgunarhringur í feigðarfeni eða feigðarflan?.

515151a_942276.jpgFramtakssjóðurinn er verkfæri til upprisu athafna fyrir vinnufúsar hendur og atvinnufyrirtæki okkar frá því feigðarfeni sem þjóðin er næstum drukknuð í.  Framtakssjóðurinn á ekki nein tengsl kapítalisma andskotans sem yfir okkur hefur lagst og næsta drekkt okkur í sínu eigin feni.

Sjóðirnir eru uppvaxnir frá samningum launþega og atvinnufyrirtækja en eru eign launþega. Það er því gleðiefni við þær aðstæður sem nú ríkja að launþegar, meðal annarra, geti staðið fyrir endurreisn frá vá þeirri sem frjálshyggjan hefur leitt okkur í.

Auðvitað verður krefjast hreinna handa í stjórn sjóðsins til starfa við  endurreisn athafnalífsins, en þarf fyrst og síðast að ríkja fullkomið gegnsæi, jákvæðni og samstöðuvilji hjá þeim sem stjórna þessum hreinu höndum í sjóðsstjórninni til að endurreisnin takist. Og hún verður að takast ekki síst vegna þess að allir stjórnarmenn virðast vera launamenn með væntanlega eins hreinar hendur og við hin.

Þá skal einnig bent á að ógerlegt er fyrir tóman ríkissjóð að næra velferðarkerfið  án nýrra tekna, en það er öryggiskrafan nr. 1 fyrir okkur öll.

Því ræður lögmálið um eggið og hænuna.


mbl.is Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband