Styðjum S.Á.Á. til viðnáms við vímuefnabölinu.

517416a.jpgFrjálshyggjan er á enda runnin og einkenni hennar, fráhvarf frá mjúkum mannlegum gildum, friðhelgi einkalífsins, almennum tryggingarréttindum og jöfnuði milli landsmanna skilja eftir mikil sár og erfiðar afleiðingar í þjóðarsálinni.

Þess vegna er krafa allra landsmanna sem lifa við raunverulega jarðtengingu við fósturjörðina að stjórnmálamenn einhendi sér í raunverulega vitræna rökræðu um styrkingu varna í baráttu þjóðarinnar við afleiðingar vímuefnavandans og grundvallaratriði í því varnarstríði er að tryggja sjúkrahúsinu að Vogi umsamið og nægilegt rekstrarfé.

SÁÁ boða til útifundar á Austurvelli í dag 15. desember klukkan 17 og skorar á okkur öll að mæta og sýna þannig samstöðu. sína með baráttu samtakanna gegn áfengis- og vímuefnavandanum, Fjölmennum!!!!!!!. 

 


mbl.is Útifundur SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Mér finnst þetta frábært hjá þeim að halda þennan útifund, en ég trúi á einingu og finnst að stofnanir sem starfa að því að hjálpa fólki út úr þessum vanda, mætti finna sameigilegan grundvöll fyrir því að hjálpast að og starfa saman. Sameinuð vinnum við en sundruð föllum við.

En að minnka fjármagn til stofnunar eins og SÁÁ er ekki gott mál, mér finnst það skipta miklu máli að fólk geti fengið þá aðstoð sem það þarf til að hætta.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.12.2009 kl. 15:04

2 identicon

Þakka þér Sigvarður, það sem þú ert að segja er sá samhljómur sem okkur skortir svo mjög á þessum erfiðleikatíma, samhljómur kærleika og  skilnings með landsmönnum öllum og fráhvarf frá sjálfhverfu og eiginhagsmunum sem nú um sinn virðist tröllríða allri viðreisnar umræðu í samfélagi okkar.

Erling Garðar Jónasson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband