Fimmtudagur, 17. desember 2009
Niðurif og nornaveiðar náttúruleysingja.
Rányrkja felst í því að gæði jarðar eru ofnotuð svo að þau endurnýjast ekki, segja Náttúruleysingjarnir, gott og vel, en hversvegna berjast þeir hérlendis fyrst og síðast gegn nýtingu endurnýjanlegrar orku.
Ekki er það rányrkja!. Skildi það vera vegna þess hún færir þjóðinni grundvallarauðæfi? ekki er það slæmt?.
Skildi það vera vegna þess að orkuiðnaðurinn er verðugur andstæðingur og hagkvæmt er að hafa við hann þrætubók. Þangað er hægt að sækja aur í meiri og meiri rannsóknir á lífríki landsins með óbilgjörnum kröfum, láta látum og brigslum.
Samkvænt fjárlögum kostar það ríkissjóð um 3 miljarða króna á ári að halda úti allskonar náttúrueftirliti, í allgjöru atvinnubót og skötulíki.
Þetta er sama upphæð og kostar að reka Stykkishólmsbæ í fimmtán ár. Heldur hefði ég viljað sjá þessa aura fara í músík hús í Reykjavík á hverju ári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.