Föstudagur, 18. desember 2009
Ögmundur var ekkert fullur í dag.
Fram til dagsins í dag hef ég misskilið Ögmund hrappalega, ég verð að endurhæfast, ég hef samsvarað Ögmundi við Georg Bjarnafreðarson vegna einleiks og einhvers líkleika í öllum framsetningu hans undanfarnar vikur. Ég biðst forláts því Guð lét gott af vita í skínandi viðtali við Ögmund í fréttaauka gufunar í kvöld, hann sagði mér og öðrum á svo skýran hátt að jafnvel ég tel mig hafa skilið að tilgangur hans var að reyna að koma stjórnarandstöðunni í skilning um að Icesave væri ekki pólitísk mál.
En svo kom skellurinn í Kastljósinu sem sagði að Ögmundur hefði verið á kenderíi í þinghúsinu í dag.
Þetta er bara einhver íhalds áróður blárrar fréttastofu, bara venjubundin nýting íhaldsins á fréttastofu RUV. Ögmundur hefur aldrei verið eins skýr og í gufunni í dag, lygamerðir þarna í Kastljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.