Mánudagur, 21. desember 2009
Jólaáheit.
Nú skal það ekki vera höfuðviðfangsefni þingmanna lengur að tala í kross og stunda þrætur við andstæðinga sína, nú skulu þeir fara að vinna og gera minnst tvennt í einu, ef ekki þrennt.
Samningsniðurstaða í Icesave-málinu er afleiðing óstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þess vegna er eitt víst: stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, ættu að sjá sóma sinn í að standa undir sinni ábyrgð, eða sitja hjá og þegja.
Núverandi ríkisstjórn hafði enga samningsstöðu í þessu máli. Ábyrgðin á þessu klúðri er ekki hennar, heldur forvera hennar. Stjórnarandstaðan (að Hreyfingunni undanskilinni) ætti því að sjá sóma sinn í að hafa hægt um sig á næstunni.
Útiloka ekki að Icesave verði hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.