Gengispínan Jöklabréf.


Ansnar ösnum ofarÉg ætlast til að það sé upplýst hver eigi bréfin sem enn veltast í kerfinu og skapað hafa kröfu um okurvexti til stórtjóns fyrir heimilli og fyrirtæki. Ég vona að í ljós komi að stærri hluti en minni sé í eigu innlendra aðilla.

Hvað eru jöklabréf?

Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan.

Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hvað útgefandinn er erlendur í öðru tilfellinu og innlendur í hinu. Í báðum tilfellum á sá sem kaupir bréfið kröfu á útgefandann um greiðslu á vöxtum og höfuðstól í íslenskum krónum. Erlendir aðilar hafa hins vegar yfirleitt ekki mikinn áhuga á að skulda í krónum og þurfa þar með bæði að búa við gengisáhættu og háa vexti. Því semja útgefendur jöklabréfa alla jafna við íslenskan banka um vaxta- og gjaldmiðilskipti. Með því er átt við að íslenski bankinn tekur að sér að greiða vexti og afborganir í krónum. Íslenski bankinn tekur á sama tíma lán í erlendri mynt sem útgefandi jöklabréfsins tekur að sér að greiða af í staðinn. Íslenski bankinn fær síðan krónurnar sem fengust fyrir sölu jöklabréfsins en útgefandi jöklabréfsins fær andvirði erlenda lánsins.

-------
Hluti af svari Gylfa Magnússonar viðskitparáðherra á visindavef Háskóla Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband