Þjóðfundurinn var þjóðhátíð.

„Hvaða lífsgildi eiga að vera okkur leiðarljós í þróun samfélagsins?"

 gildi-cloud.png

Viljinn til góðra verka með heiðarleika sem megingildi var áberandi á þjóðfundinum og auðlindir landsins væru þjóðareign og nýting þeirra væri með sjálfbærum hætti var meginkrafa.

Það var upplyfting til hugar og handar að fá að taka þátt og vera með í umræðu um grundvallargildi þau sem fram voru sett og rýna í og ræða þær framtíðaróskir um þjóðarhagsmuni okkar íslendinga sem fundarmenn settu fram. Það var samhljómur, vídd og breidd og samstaðan algjör um að hlusta og greina allar hugmyndir sem jafngildar til endanlegrar úrvinnslu á hverju vinnuborði. Þetta var þjóðhátíð með stórasta Þ.

Þar sem við lærðum  líka að hægt er án efa að efla samkennd og réttlæti með þjóðinni, milli byggða og milli manna - og þjóða með kröfu um samstöðuumræðu form í stað svart-hvítu málfundar menningu íslenskrar stjórnmála .

En eins og fram kemur í erindi þjóðskáldsins hefur okkar fallega gjöfula land með fallvötn, jarðhita, gjöful fiskimið og gróðurmold hvíslað að honum sínar kröfur og bendir okkur á leiðir, það var líka andi framtíðar sýnar þjóðfundarins :

"Hvílíkt heimskunnar vald ræður vilja þess manns,

sem knýr veikari bróður á hjarn,

og sem gína vill einn yfir auði síns lands,

hann er ekki minn sonur, mitt barn!"

 

Þannig mælti mitt land. -

Og ég reis upp úr rúst þeirrar ráðlausu borgar, er féll.

Og hin dagelska sól skein á dauðblakka þúst og brá dýrðlegum roða yfir fell.

Og ég gekk upp á hæðina hljóður og sæll, mér var horfin öll iðrun og sorg,

   

Og nú flyt ég til þín þessi alvöruorð,

Sem   mitt ættarland hvíslaði að mér.

Ekki  einungis bindur ósk þess við borð,

lífið allt krefst hins sama af þér".   

Jóhannes úr Kötlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband