Af hverju er verið að hengja bakara fyrir smið.

gildi-cloud_937956.pngÍ kjölfar frétta af efnahagsspá Seðlabanka, þar sem spáð var alltað 30% lækkun fasteignarverðs á næstu tveim árum, voru fjölmiðlar en og aftur komnir með fréttir af ofgnótt fasteigna og tilbúinna lóða á Reykjavíkursvæðinu, sem væntanlega átti að vera skýring á væntanlegri lækkun.

Þetta er átakanleg léleg fréttamennska og stór skaðleg fyrir fasteignamarkaðinn.

Spá Seðlabankans hefur en og aftur stöðvað sölu nýrra íbúða og er algjörlega innistæðulaus, en verður hinsvegar leiðandi fyrir viðskipti með fasteignir næstu árin.

Við eðlilegt ástand í efnahagsmálum er "ofgnóttin" varla meiri en til að eins árs markaðsþarfa, samkvæmt nýrri rannsókn Meistarafélags byggingarmanna.

Þá er líka ýjað að einhverskonar óráðsía hafi ráðið ferð byggingarfyrirtækjanna sem byggðu þessar fasteignir, en maður verður að spyrja viðkomandi fréttamenn, hvernig áttu þeir að vita að hverju stefndi þegar sjálfur forsætisráðherra, seðlabankastjóri eða bankastjórar fyrirtækjanna og opinberir eftirlitsaðilar virtust ekki vita neitt að hverju stefndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband