Verðtryggingarvélin malar gull.

515151a_944818.jpgLjóst er að verðbólgan hækkar á fyrstu mánuðum næsta árs vegna skattahækanna.

En þessi verðbólga hefur verðbólgu í för með sér, er  einskonar eilífðarvél fyrir fjármagnsráðendur í seðlaprentun á kostnað skuldara sem að öðru leyti búa líka við geysilegar og víðtækar kjaraskerðingar. Tær snilld.

Seðlabankanum segir verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hafi verið 1.175 milljarða króna í lok síðasta árs. Nýrri tölur hafa ekki fengist, en sé reiknað með að þær hafi nokkurn veginn fylgt neysluverðsvísitölu má áætla að þær nemi nú um 1.300 milljörðum króna. Eins prósents hækkun á neysluverðsvísitölu mun hækka þessar skuldir um þrettán milljarða króna.

Virðisaukaskattur hækkar um eitt prósent. Auk þess hækka gjöld á áfengi, tóbak, eldsneyti og bíla, þessar hækkanir leiða til um eins prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs. Áhrif annarra hækkana er en óljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband