Miðvikudagur, 9. desember 2009
Ekki við - ekki við segir stjóri námslána um niðurfellingu vegna greiðsluaðlögunar.
Fyrir okkur sem voru baráttumenn fyrir stofnun og tilurð Námslánasjóðs og sátum í fyrstu stjórnum hans, hefði félagslegur grundvöllur sjóðsins einmitt verið helstu rök fyrir niðurfellingar skulda sem sköpuðust vegna tekjuskort, langvarandi sjúkdóma og annarra þeirra atvika sem valda forsendubresti.
Nokkrir tugir námslánaskulda hafa verið feldar niður í kjölfar þess að skuldarar fengu greiðsluaðlögun.
En þá byrjar vælið " ekki ég - ekki ég, (kapítalíska bankavælið)" um leið, ekki ég --ekki ég segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, og vill að þessi lán verði undanþegin slíkri niðurfellingu, vegna þess að þetta séu ekki hefðbundin lán.
Námslánaskuldir felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Siðferðisskert viðskiptalíf íslendinga í öngstræti.
Siðferðisskert viðskiptalíf íslendinga er á því stigi að ríkið verður að hafa starfandi verðlagslögreglu hjá Neytendastofu, því flestir í kaupsýslunni reyna að stela, blekkja og okursamfélagið er bráðlifandi undir forystu opinbera þjónustufyrirtækja og stofnanna.
Það finnst hvergi skjól fyrir heimilin í landinu. Hvar er "nýja Ísland"
Allir meðalgreindir pólítíkerar í þessu "bankalandi" okkar verða að fara að huga að hagsmunum almennings með öflugum og tiltækum verkfærum.
Nýjustu dæmin: Neytendastofa hefur bannað símafélaginu Tali, vegna blekkinga, að birta reiknivél á netinu þar sem neytendur gátu borið símreikning sinn saman við verð hjá Tali til þess að sjá hvort, og hversu mikið, þeir spöruðu á því að flytja viðskipti sín til fyrirtækisins.Neytendastofa hefur líka bannað Elísabetu tryggingum að auglýsa 30% lækkun á verði heimilistrygginga vegna blekkinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Engin tilvistarkreppa verður liðin í Masdar, nota því íslenskt ál !.
Löngum hefur skynsemin verið innflutt.
Orku og umhverfisverkfræðingum er betur treystandi til að finna jafnvægið milli nýtingar auðlinda, álags á umhverfi og þarfa fólksins í landinu en grænum gaurum og stelpum, sem eru græn að utan en helrauð að innan með að vopni þrætubókarlist sjálfskipaðra verndarar umhverfisins sem hafa þrjá miljarða á ári úr ríkissjóði til að berjast gegn fólkinu í landinu, með slíkri væmni að flestum verður flökurt af sem nenna að hugsa.
"Og allir þeir töfrar, sem Ísland á til,
í óði hans búa sér skjól:
Þar glampar á bunu við blikandi hyl,
þar baðar sig jökull í sól ----."
Aðeins ál frá Íslandi í Masdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Mænuskaðastofnun Íslands styrkt af VÍS.
VÍS hefur veitt Mænuskaðastofnun Íslands þriggja milljóna króna styrk vegna undirskriftasöfnunar stofnunarinnar, það er spor í rétta átt VÍS.
Það var fyrir tæpum tveim tugum ára á Borgarspítalanum, þegar utopian um reykingar var ekki en komin á það stig að fólki væri vísað á Guð og gaddinn með smókið að ég hitti og rabbaði við Auði og Hrafnhildi ásamt
starfsfélaga sem var á leið í erfiða aðgerð vegna gúlps við heila.
Síðan hef ég fylgst með baráttunni og hef heillast af baráttuþreki þeirra og þeim heillindum sem lýsir frá þeim í umræðu um þetta stóra og erfið mál.
Þær eru sannar hetjur þær mæðgur.
Styrkir Mænuskaðastofnun um þrjár milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Stórkotslegt upprisuverkfæri. Framtakssjóður Íslands.
Við eigum sjálf Framtakssjóð Íslands, til velsældar fyrir okkur öll, þar er fé til að ávaxta til heilla þjóðinni. Til hamingju.
Þetta er magnað, þetta er stórkostlegt, þunglyndi þjóðarinnar hverfur þegar það rennur upp fyrir henni að við búum en yfir styrk, sæmd og getu til endurreisnar.
Nú birtir og blómgast allt sem hefur fölnað.
Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. desember 2009
Smá mál í USA.
Almenn byssueign til sjálfsvarnar telst til borgaralegra grundvallarréttinda, þótt stundarbrjálæðingar komi meðborgurum sýnum fyrir kattarnef, svona við hentugleika er þessum réttindum ekki breytt.
Það segir sig sjálft að í svona samfélagi er dauðarefsingar smá mál.
Ný aðferð við aftökur í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. desember 2009
"Hvort skræfa hann var eða skálkur hann/hún Júdas Símonarson"?
31- 30!!!!! Nú fer að kárna andleg heilsa landsmanna, svart hvíta ruglið við Austurvöll hefur náð til óþekktra hæða og lágengi íslenskra stjórnmála er að nálgast núllið.
Lilja hefur andlega nautn af að mála skrattann á vegginn og Georgs Bjarnfríðarsonar-komplexar Ögmundar segja mér allt um hvers vegna stjórnmál og stjórnmálamenn eru í miklu gengissigi, þegar slíkir flækjufætur orðsins" leiða stjórnmálaumræðu í hrunadansi þjóðarinnar .
En hvað svo?.
Ögmundur sagði nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. desember 2009
Engin ólesin lagafrumvörp afgreidd framar.........
Betra Ísland, já betra Ísland er krafan- sagði búsáhaldabyltingin og krafðist bættra vinnubragða, ekki bara hjá stjórnsýslu. líka á Alþingi.
Nú skal hvert frumvarp kveðið yfir með mikilli spekt og yfirvegun samkvæmt kröfu íhaldsframsóknar, engin ólesin lagafrumvörp verða lengur afgreidd frá hæstvirtu Alþingi. Skoða- skoða betur og landsmenn allir sem fræðimenn sendi inn athugasemdir. Þið verðið að fara að skilja kröfuna segir Þorgerður Katrín.
Þorgerður Katrín segir málið ekki snúast um stjórn eða stjórnarandstöðu. Þetta snýst um það að við förum betur yfir málið, og það sé hlustað á þá fræðimenn sem aðra í samfélaginu sem eru að koma í sífellu með ábendingar varðandi Icesave-samkomulagið. Hvernig það megi betur fara."Hún las upp 16 atriði sem stjórnarandstaðan vill að fjárlaganefnd Alþingis skoði í störfum sínum, og eftir atvikum efnahags- og skattanefnd og jafnvel utanríkismálanefnd.
Afgreiðsla Icesave enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. desember 2009
Pétur H. Ólafsson sjómaður er látinn.
Látinn er í Reykjavík, Pétur H. Ólafsson sjómaður. Pétur fæddist í Stykkishólmi 10. febrúar 1920.
Pétur var sjómaður nánast alla sína starfsævi og sigldi með ítölsku skipi í frægri ferð PQ-17 skipalestar bandamanna sem flutti vistir og vopn til Múrmansk í Rússlandi í seinni heimsstyrjöldinni, í apríl 1942.
Ég var heppin unglingur á 16 ári, að verða skipsfélagi Péturs þegar ég var ráðinn messagutti á Eimskipafélagsskip, hlýja, hjálpsemi og næmur skilningur á stöðu þessa óharðnaða léttadrengs sem gegndi starfi sem ekki þótti mjög virðingarvert, einkenndi allt viðmót Péturs þá og síðar. Á grunni þessara kynna skapaðist vinskapur sem entist alla okkar sameiginlegu vegferð og ég varð var við að hann fylgdist vel með mínum ferli og kunni deili á mörgu sem ég tók mér fyrir hendur.
Pétur H. Ólafsson var ein af þeim mönnum sem ég hef borið djúpa virðingu fyrir frá fyrstu kynnum, hann var magnaður persónuleiki. Blessuð sé minning hans.
Andlát: Pétur H. Ólafsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. desember 2009
Gaman, gaman vantraustið grasserar.
Hvað leiðir að öðru, vantraustið grasserar, þetta er hræðilegt og fjölmiðlar með Moggann minn í broddi eru í djúpum skítamokstri dag eftir dag.
Hvar og hvenær skildu skríbentar og aðalleikarar leikhúss fáránleikans skynja að nú er nóg.............. Nú er virkilega orðið nóg af fokking fokk, nú er ekki lengur sama hvaðan pósturinn hans Indriða aðstoðarmanns er sendur, því ekkert er gaman spjallinu þegar engin finnst orrustan lengur- aukaatriðin eru aðalatriði, formið orðið að forsendu.
Þetta heitir víst að smíða ónothæfa úlfalda úr mýflugu.
Vildu sýna fram á að Ísland væri að vinna að Icesave-lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |