Pétur H. Ólafsson sjómaður er látinn.

516993a.jpgLátinn er í Reykjavík, Pétur H. Ólafsson sjómaður. Pétur fæddist í Stykkishólmi 10. febrúar 1920.

Pétur var sjómaður nánast alla sína starfsævi og sigldi með ítölsku skipi í frægri ferð PQ-17 skipalestar bandamanna sem flutti vistir og vopn til Múrmansk í Rússlandi í seinni heimsstyrjöldinni, í apríl 1942.

Ég var heppin unglingur á 16 ári, að verða skipsfélagi Péturs þegar ég var ráðinn messagutti á Eimskipafélagsskip, hlýja, hjálpsemi og næmur skilningur á stöðu þessa óharðnaða léttadrengs sem gegndi starfi sem ekki þótti mjög virðingarvert, einkenndi allt viðmót Péturs þá og síðar. Á grunni þessara kynna skapaðist vinskapur sem entist alla okkar sameiginlegu vegferð og ég varð var við að hann fylgdist vel með mínum ferli og kunni deili á mörgu sem ég tók mér fyrir hendur.

Pétur H. Ólafsson var ein af þeim mönnum sem ég hef borið djúpa virðingu fyrir frá fyrstu kynnum, hann var magnaður persónuleiki. Blessuð sé minning hans.


mbl.is Andlát: Pétur H. Ólafsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband