Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
"Sjáið þið hvernig ég tókann" ismin.
Lilja hefur undarlega gaman að mála skrattann á vegginn, svo gaman að þegar hún kynnir sín válegu tíðindi fer hamingju hríslun um andlit og augu.
Ég held jafnvel sé svo komið að andleg heilsa þingmanna almennt sé farin að kárna verulega.
Það sem mér fannst einna áhugaverðast var að fulltrúar Seðlabankans skyldu viðurkenna að það yrði mikil lífskjararýrnun á næstu tveimur árum," segir Lilja Mósesdóttir"
Þetta getur ekki verið einhver nýr sannleikur fyrir Lilju, því þjóðin öll hefur fyrir löngu fengið þennan boðskap í æð og hamrað niður í sálartetrin af tveim síðustu spám Seðlabanka.
Eða er það hennar sannfæring að venjulega séu allir að ljúga að henni. Hvað er um að vera hjá Lilju?.
Svart hvíta ruglið við Austurvöll mun ná til áður óþekktra hæða og lágengi íslenskra stjórnmála mun nálgast núllið ef sem nú horfir.
Hvað svo félagar?.
Viðurkenna lífskjararýrnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Enn um neikvæðar væntingar Seðlabanka um fasteignarverð.
Í kjölfar frétta af efnahagsspá Seðlabanka, þar sem spáð var alltað 30% lækkun fasteignarverðs á næstu tveim árum, voru fjölmiðlar en og aftur komnir með fréttir af ofgnótt fasteigna og tilbúinna lóða á Reykjavíkursvæðinu, sem væntanlega átti að vera skýring á væntanlegri lækkun.
Þetta er átakanleg léleg fréttamennska.
Við eðlilegt ástand í efnahagsmálum er "ofgnóttin" varla meiri en til að sinna tveggja ára markaðsþörf og sömuleiðis að lóðaframboð sinnir rúmlega árs þörf.
Þá er líka ýjað að einhverskonar óráðsía hafi ráðið ferð byggingarfyrirtækjanna sem byggðu þessar fasteignir, en maður verður að spyrja viðkomandi fréttamenn, hvernig áttu þeir að vita að hverju stefndi þegar sjálfur forsætisráðherra, Seðlabankastjóri eða bankastjórar fyrirtækjanna virtust ekki vita neitt.
Það er ekkert að marka þótt oddvitar meirihluta og minnihluta í borgarstjórn fari í hár saman um hvor sé sökudólgur lóðamálanna, það var bara þrætubók. Það hlusta engir á stjórnmálaþrætur nú til dags.
Formaður Félags fasteignasala, sagðist sleginn yfir spá um enn meiri lækkun íbúðaverðs. Formaðurinn hefur áhyggjur af því að Seðlabankinn viti meira en hann gefur upp.
Hvað er svo undarlegt við það að fasteignarverð lækki þegar lánavextir eru sem Seðlabankinn krefur. Seðlabanki spáir 30% lækkun á næstu tveim árum, vonandi hyggur hann ekki á tveggja stafa vaxtakostnaði svo lengi.
Auðvitað er það sem Seðlabankinn veit en formaðurinn ekki".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Kapítalismi myrkrahöfðingjans.
Viðbrögð við skattahækkunar áformum....
Kapítalismi andskotans er nú algleymi um gjörvalla heimsbyggð. Kapítalismi andskotans er að einkavæða gróða, þjóðnýta tapið. Hvergi er þetta gert í ríkara mæli en í heimabyggð kapítalistana í Norður Ameríku.
Kapítalismi andskotans var skilgreint hugtak látins íslensk hugsjóna og sómamanns um misbeitingu valds til að þjóna ákveðnum hagsmunnahópum á kostnað almennings.
Nú skal þessu valdi beitt vegna óráðsíu banka.
En nú er kapítalismi andskotans vonandi drukknaður í skuldum, nú í þúsundum miljarða króna drullupoti frjálshyggjunnar og ábyrgðarleysi stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna. Það er barnaskapur að ætla þjóðinni að bjarga stjórnvöldum upp úr þeim drullupoti.
Andvaraleysi og viðbrögð íslenskra stjórnvalda gagnvart vinnubrögðum kapítalista andskotans er altækt og söm við sig, flauelsins mjúku hanskar og mildi eins og áður.
Það er orðið alltof dýrt að vera íslendingur.
It's no secret who'll foot the bill for it all: private citizens and private business. As Nobel Prize-winning economist Vernon Smith puts it, "The Fed has reserved us all!"
Já, já þessar staðreyndir vitum við nú, vinnum út frá þeim!!!!!!!!.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Er andaglasið orðið ónothæft fyrir hagfræðina?. 2
Viðskiptaráð vill ekki þrepaskatt.
Afhverju hlutstar þjóðin ekki svo mjög á apparat eins og Viðskiptaráð?.
Já og hvernig skildi t.d. Viðskiptaráð við þjóðina 2008 og hvar eru kraftar ráðsins í endurreisnarstarfinu síðan?.
Auðvitað verður krefjast allra hreinna handa á Íslandi til starfa við endurreisn samfélagsin, en það þarf fyrst og síðast að rikja jákvæðni og samstöðuvilji hjá þeim sem stjórna þessum hreinu höndum til að endurreisnin takist.Þá skal einnig bent á að erfit er fyrir tóman ríkissjóð að næra og byggja upp hagkerfið án nýrra tekna, til að kakan geti stækkað. Það er lögmálið um eggið og hænunna.
Hagfellt skattkerfi er einn helsti grundvöllur langtímasamkeppnishæfni þjóða og mikilvæg forsenda þess að bati hagkerfisins verði sem skjótastur. Þrátt fyrir efnahagshrun og erfiða skuldastöðu hins opinbera gilda ennþá grundvallarlögmál hagfræðinnar hér á landi.Í stað þess að reyna að taka sem stærsta sneið af kökunni ættu stjórnvöld þess í stað að einbeita sér að því að næra og byggja upp hagkerfið til að kakan geti stækkað sem fyrst á nýjan leik". segir m.a. í tilkynningu Viðskiptaráðs.
Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Hægan, hægan Steingrímur J, ekkert liggur á.
Þjóðin er óþreyjufull að losna frá þeim vanda sem við er búið, en það þarf ekki að taka skellin á þrem árum, við skulum gefa okkur 6-7 ár til þess.
Annars verður sársaukastuðullinn alltof hár. og Steingrímur þarf að eiga til orku og úthald á erfiðan feril framundan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Þá er Berlínar múrinn féll. 2.
Þessa nótt sat ég hjá félaga mínum á sjúkrastofu Broomton sjúkrahússins í London og fylgdist með því sem fram fór í Berlín á beinni útsendingu á BBC.
Það var stórkotsleg upplifun að sjá frelsisgleðina í andlitum múrbrjótanna fyrir sjúklinginn sem var á leið í erfiðan hjartauppskurð seinna þessa nótt.
Hann sagðist hafa eignast enn ríkari von um frelsi frá því helsi sem hafði plagað hann um langann tíma og þarna hefði hans innri ótti við það ókomna breyst í hömlulausa gleði yfir því vegarnesti sem hann hefði fengið til ferðar til ókominar upprisu með fengnu frelsi austur Þjóðverja.
Þetta eru ógleymanlegar klukkustundir. Þarna sást að samstaða fólksins gerir kraftaverkin möguleg.
En félaginn minn, einn af söguhetjum Íslands Ólafur Marel Ólafsson frá Seyðisfirði er líka ógleymanlegur.
Hátíðarhöld hafin í Berlín | |
Ábyrgðarmaður færslu |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Vælukjóar þjóðarinnar á Þjóðfund nei.
Táknrænt öskur fyrir okkur öll sem nú vælum og skælum, grátum og gnístum tönnum og verst er að við heimtum að við séum ekki látin bera bagga sem ætti heldur að vera hlutskipti geranda þess sem gerðist. En vandin er sá að við vitum ekki enn hverjir þeir eru, eða hvað.
Hættum nú þessu hel..... væli.
Brettið upp ermar þvi sameinaðar stöndust vér en sundraðir föllum.
Samtökin Cruise Iceland gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingar á lögum um vitamál þar sem lagt er til að vitagjald hækki um 100%. Í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að vitagjaldið hækki úr 78,20 kr. á brúttótonn í 156,50 krónur, sem er 100% hækkun.
Ósátt við hækkun vitagjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Söguhetjur Íslands á Þjóðfundi.
Söguhetjur Íslands "Sægreifarnir".
Það var mikill ljómi yfir peninga spilurunum okkar síðustu árin og þeir voru mærðir án afláts af okkar lýðkjörnu stjórnvaldshöfum. Enda léku þessir snillingar leiki sem gáfu ævintýralegan gróða með leifturhraða meira eða minna allan síðasta áratug.
Þar voru allir að græða en engin að tapa sögðu menn.
Þar virtist sem eilífðarvélin hefði loksins sprottið upp í bankahöllum landsmann.
En í ljós kom tölvuvélarnar framleiddu ekki fjármuni, þær höfðu því miður, bæði hólf bókhaldsins, debet og kredit. og eftir situr þjóðin í skuldasúpu sem jaðrar við þjóðargjaldþrot, þá sérstaklega útgerðin, sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni. Því enn á ný verða íslendingar meðal annarra framleiðslu þátta að treysta á arð fiskveiða.
Alþingi setti leikreglurnar um fiskveiðar og En Alþingi verður líka að hafa manndóm til að endurskoða þær leikreglur ef þjóðin kallar eftir, svo einfalt er það.
Það eru ekki vondir útgerðarmenn eða óprúttnir sjómenn sem eru dragbítar á heildar hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli.
Allt sem þeir eru að gera er að vinna vinnu sína af trúmennsku og ábyrgðarkennd sem einkennt hefur þessar stéttir báðar svo lengi sem ég man eftir, og hef lifað á arði þeirra ennþá lengur bæði sem sjómaður og landkrabbi eins og aðrir Íslendingar.
Þegar grannt er skoðað eru það einmitt útgerðarmenn og sjómenn sem berjast hörku baráttu á hverjum degi til að vernda búsetuskilyrðin í sjávarbyggðum hringinn í kringum landið en alltof fáir aðrir, því miður.
Þetta geta t.d. Seyðfirðingar tekið undir, þeir þekkja allir þá miklu alúð sem stærsta útgerðin þar, Gullbergs útgerðin hefur haft í frammi til að heildarhagsmunir Seyðfirðinga væri leiðarljós í útgerðinni allt frá stofnun hennar fyrir 38 árum.
" Við hækkandi sólris þær hetjur ég sé
sem hófu í myrkrinu frelsisins óð,
og mynduðu skjaldborg um vonanna vé
og vorperlum stráðu á öreigans slóð,
og hugheilar lögðu fram ævina alla
í annan hvorn þáttinn; að sigra eða falla"
(Jóhannes úr Kötlum Söguhetjur Íslands)
Styttist í Þjóðfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Reikningur til þjóðarinnar án skaðabóta frádráttar frá framsókn og íhaldinu.
Það verður ekki mikið eftir til matar, klæða og skjóls hjá flestum.
Mikilvægt er að fá upplýsingar um hvort það sé skipun frá AGS að ná jafnvægi á ríkissjóð á tæpum þrem árum, eða er það metnaðarmál stjórnvalda að svo skuli vera. Sama hvor er, þjóðinni er stillt upp á bjargbrún.
Já þetta verða þrælslegar álögur og munið að útgangsspáin var eftirfarandi;
Seðlabankinn hefur endurskoðað spá sína hvað þróun kaupmáttar varðar og reiknar nú með að hún nemi - 15% á næsta ári. Þetta er tvöfalt meiri rýrnun en bankinn hafði áður spáð en í ágúst hljóðaði spáin upp á 7,4% rýrnun á næsta ári.
Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps stjórnvalda gerir ráð fyrir því að skatttekjur vaxi um 61 milljarða kr. frá áætluðum skatttekjum ársins 2009 þar sem tæpir 38 milljarðar kr. komi frá beinum sköttum, 8 milljarða kr. frá óbeinum sköttum og 16 milljarðar kr. frá nýjum orku-, umhverfis- og auðlindasköttum. Þetta er aukning nafntekna, en beinar aðgerðir á tekjuhlið nema 40 milljörðum kr.47% skattur á launatekjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. nóvember 2009
Þá er Berlínar múrinn féll.
Þessa nótt sat ég hjá félaga mínum á sjúkrastofu Broomton sjúkrahússins í London og fylgdist með því sem fram fór í Berlín á beinni útsendingu á BBC.
Það var stórkotsleg upplifun að sjá frelsisgleðina í andlitum múrbrjótanna fyrir sjúklinginn sem var á leið í erfiðan hjartauppskurð seinna þessa nótt.
Hann sagðist hafa eignast enn ríkari von um frelsi frá því helsi sem hafði plagað hann um langann tíma og þarna hefði hans innri ótti breyst í hömlulausa gleði yfir því vegarnesti sem hann hefði fengið til ferðar til ókominar upprisu með fengnu frelsi austur Þjóðverja.
Þetta voru ógleymanlegar klukkustundir.
Hátíðarhöld hafin í Berlín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |