Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 11. október 2009
Hví að einfalda mál þegar hægt er að gera það flókið?
hagsmunabaráttu. Ég á erfitt með að skilja Ögmund,
því ég hef alltaf talið að í siðrænu samfélagi sé hagsmunabarátta
þeirra sem minna mega sín málefnaleg barátta sem reynslan sýnir
að hefur skilaði betri árangri fyrir þegnana um allan heim en hin blóðuga baráttuleið forgöngumanna vinstri grænna og annarra slíkra
öfgamanna mannkynssögunnar.
Ofangreindir Georgs Bjarnfreðarsonar-komplexar Ögmundar segja mér allt um hvers vegna stjórnmál og stjórnmálamenn eru í miklu gengissigi um þessar mundir þegar slíkir flækjufætur orðsins" leiða stjórnmálaumræðu í hrunadansi þjóðarinnar.
Ögmundur segir í viðtali við Morgunblaðið: Samfylkingin hefur ekki verið neinn vinstriflokkur. Hún hefur verið afar höll undir frjálshyggjuog alltof leiðitöm erlendum öflum. VG þyrfti að vera mun
ákveðnari leiðsögumaður ef við ætlum okkur að geta kallað stjórnina
vinstristjórn. En viðfangsefni okkar í VG er að leysa hinn málefnalega
ágreining. Við erum flokkur málefna og hugsjóna á meðan flestir aðrir
eru flokkar hagsmuna. Við erum vinstrið í vinstristjórninni. Þegar við
göngum til samstarfs við aðra flokka verðum við að tryggja að hugsjónir okkar fái ráðið. Það hefur verið einblínt á tæknilegar útfærslur á tæknilegum lausnum. En allt er þetta í raun stjórnmál. Hverjum er í
hag að halda vöxtum háum? Hverjum er í hag að taka hundraða milljarða gjaldeyrislán? Hverjum er í hag að skera niður með því offorsi
sem lagt er upp með að kröfu AGS? Er þetta að kröfu vinstrimanna?
Nei, þetta eru kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fulltrúa frjálshyggju
og auðmagns".
Útgefandi Morgunblaðsins sagði við ritstjórnartímamótin: Við munum áfram flytja óhlutdrægar, heiðarlegar
og sanngjarnar fréttir af öllu sem máli skiptir, eigendum Árvakurs
jafnt sem öðrum. Í þeim efnum mun ekkert breytast."
Óskar hefur svo sannarlega staðið við orð sín, það sýnir birting þessa viðtals, svo ekki sé meira sagt um ofurást sjálfstæðismanna á
Ögmundi um þessar mundir.
Þegar maður hefur fimm háskólagráður á ekki að einfalda mál
þegar hægt er að gera þau margbrotin, það segir líka allt um hans
stall miðað við aðra.
Með úrræði er ekkert spaug,
er æðir draugur á draug.
- Það skyldi þá vera að skyrpa í kross
og skvetta úr koppnum á þau.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Sunnudagur, 4. október 2009
Mælið manna heilastir II.
Þriðjudaginn, 12. maí 2009 var í fjölmiðlum spá hafræðinga Fjármálaráðuneytis um þróun efnhagsmála sem virðist þrátt fyrir allt bullið að öðru leyti, vera að nokkuð rétt.
Þá bloggaði undirritaður.
Mælið manna heilastir.
Já það er ljós í myrkrinu þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og allar þær skerðingar sem þjóðin hefur á sjálfsmati sínu. Guð láti gott af vita.
Efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins spáir því að verðbólga hér á landi verði 10,2% á þessu ári, en hún lækki hins vegar hratt og verði að jafnaði 1,6% á næsta ári og 1,9% árið 2011. Hins vegar gerir skrifstofan ráð fyrir því að atvinnuleysið aukist á næsta ári frá því sem nú er og verði þá að jafnaði 9,6% en 9,0% í ár. Draga muni úr atvinnuleysinu á árinu 2011 og að það verði þá að jafnaði 7,5%. Þessu spáir skrifstofan þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að ráðist verði í álversframkvæmdir í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík. Ef ekki yrði hins vegar ráðist í þessar framkvæmdir myndi atvinnuleysið verða um 0,5 prósentustigum meira á árinu 2010 og liðlega 1 prósentustigi meira á árinu 2011.
Í þjóðhagsspánni kemur fram að eiginfjárhlutfall Íslendinga í íbúðarhúsnæði hafi að jafnaði verið á bilinu 60-70% á umliðnum árum. Nú er hins vegar áætlað að þróun fasteignaverðs á árunum 2008 og 2009 leiði til þess að eiginfjárhlutfallið lækki í u.þ.b. 44% í árslok.
Við skulum vona að vont verði ekki verra en þetta.
Laugardagur, 3. október 2009
Aftur til æskuára ?.
Niðurskurður og ofurskattlagning færir íslenska þjóð aftur að sama ástandi og var á eftirstríðsárum þegar mamma sendi migí Pallabúð með skömmtunarseðla til að kaupa sykur í baksturinn. Sendið AGS liðið heim til USA með fyrstu vél og brettum sjálf upp ermar. það er eina leiðin til bjargar þessari þjóð.
Icesave gullnáma Landsbanka orðin myllusteinn næstu kynslóða, þökk sé engum þeim sem þar að komu .
Það fólst í hroðvirkni við gerð neyðarlaganna í október 2008 að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar af ríkisjóði okkar. Forystu um setningu laganna höfðu Geir og Ingibjörg.
Lok, lok og læst, og ekki var aftur snúið, sama hvað mikið er vælt og stunið.
Hroðalega samningsniðurstaða í Icesave-málinu er afleiðing laganna og óstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þess vegna er eitt víst: stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, ættu að sjá sóma sinn í að í að standa undir sinni ábyrgð, eða sitja hjá og þegja.
Tilvistarkreppa íslenskra stjórnmála er m.a. sú að talsmenn þeirra sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vandamál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál. Þessir flokkar leysa engin vandamál enda þeim eðlislægt að finna þau og skilgreina, til að geta þrifist. Árið1988 var sett á verðstöðvun á opinbera geirann og í kjölfarið komst á þjóðarsátt sem skilaði kraftaverki í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá var það fólkið í atvinnulífinu sem tóku völdin og leysti málin, engir flækjufætur óþroskaðra embættis og stjórnmála elítu á Íslandi voru tilkallaðir sem betur fer.
"Með úrræði er ekkert spaug,
er æðir draugur á draug.
- Það skyldi þá vera að skyrpa í kross
og skvetta úr koppnum á þau".
(Jóhannes)
Núverandi ríkisstjórn hafði enga samningsstöðu í Icesavemálinu.. Ábyrgðin á þessu klúðri er ekki hennar, heldur forvera hennar. Stjórnarandstaðan ætti því að sjá sóma sinn í hjálpa til. Eða að hafa hægt um sig á næstunni.
Föstudagur, 2. október 2009
Ástir samlyndra hjóna.
Þeim íslendingum sem nenna að hugsa er vel ljóst að aðal kreppuvaldurinn var verkstjórnarvandi stjórnvalda sem hafði verið mjög langvarandi og byggðist sjáanlega á kenndinni "kringlótt vömb" ef ég skil Guðberg rétt í "Ástum samlyndra hjóna", og sjáanlega er hann enn mikill því sömu gömlu súru og mygluðu bjargráðin eru dregin fram úr fortíðargeymslum stjórnarráðsins.
Skattahækkun og niðurskurður, því forðageymslurnar voru ekki innhlaðnar á alsnægtatíma.
Nauðþurftir þjóðarinnar eru sjáanlega ekki forgangsmál því framtíðar skuldir heimilanna eru hækkaðar með vísitölusvipunni um10 miljarða fyrir 3 miljarða árs tekjuauka fyrir Arnarhválsgeymsluna.
Við erum öll lent í þessu sagði landsfaðirinn Steingrímur, gjörið svo vel, haldið bara áfram að borga og brosa.
Enn virðist þessi hagspeki í algleymi, sennilega vegna þess AGS ætlar að tryggja að allar óreiðuskuldirnar við erlendar bankastofnannir verði greiddar upp á næstu þrem árum og það hafi algjöran forgang.
Verst er að upplifa svo berlega, að hagfræðin er í ótrúlega nánum skyldleika við andaglasið og að stjórnvöld hafa ekkert gagn haft af þeirra fræðum og því síður af reynslunni eins og raun ber vitni.Föstudagur, 2. október 2009
Davíðar, aðal skuggasveinar og sveinkur í Iceslave leikritinu.
Nýr sáttmáli við "norska kónga" var bara en eitt klámið frá unglingum Framsóknarflokksins.
Auðvita er virðingarvert að þeir leiti allra leiða til að losna úr skrúfstykki AGS.
En þá þarf hafa bjargráðin naglföst þegar þau eru kynnt þjóðinni.
Það er hörmulegt að fylgjast með málflutningi og tilburðum nýgengins þingmans og formans Framsóknar, hins nýja Davíðs sem ekkert vill borga sem hinn fyrri, álasa Jóhgríms stjórninni fyrir að reyna að bjarga því sem hægt var bjarga þar til Þjóðarskútan fær meðbyr á nýjan leik.
Þeir sem lögðu þunga bagga á herðar íslensku þjóðarinar ættu að sjá sóma sinn í því að hafa hljótt um sig að minnsta kosti svo lengi sem þjóðin er að borga skuldirnar, sem þeir stofnuðu til eða báru ábyrgð á, en það gerði Framsóknar flokkurinn af mikilli reisn undir góðri leiðsögn Davíðs og Geirs.
Fimmtudagur, 1. október 2009
Á tímamótum hjá Mogganum mínum.
Mér er harmur í brjósti að sjá á bak þeirra mörgu framúrskarandi blaðamanna sem nú hætta störfum á Morgunblaðinu. Þetta fólk hefur staðið að viðgangi og vexti vandaðasta frjálsa fjölmiðils á lýðveldistíma okkar íslendinga og tók við því hlutverki af ötulum og framsýnum brautryðjendum sem höfðu að markmiði frá upphafi að Morgunblaðið yrði faglegt og vandað blað.
Morgunblaðið er ekkert venjulegt fyrirbæri", Morgunblaðið er orðin ómissandi en vandmeðfarin stofnun sem í liggja gífurleg verðmæti þekkingar og hefða.
Því verð ég að spyrja nýja eigendur Morgunblaðsins hvort þeir hafi ekki gert sér grein fyrir þörf á nýju fjármagni til rekstrar og þróunar blaðsins vegna þeirra stöðu sem blaðið var í þegar þeir keyptu.
Svo virðist ekki vera samkvæmt umræðum um stöðu blaðsins.
Þó ég sé einn af meirihluta þjóðarinnar sem aldrei hef aðhyllst þær stjórnmálaskoðanir sem Morgunblaðið hefur staðið í vörn og sókn fyrir frá upphafi, hef ég verið áskrifandi blaðsins frá upphafi eigin sjálfstæðis og efnislegra aðstæðna enda þá eðlilegt framhald venju úr foreldra húsi.
Morgunblaðið hefur aldrei brugðist mér varðandi þjónustu í frétta og blaðamennsku í næsta fimm áratugi síðan minn áskriftarferill hófst.
Skilnaðar á borði og sæng" átti því miður sér stað tvisvar á þessum ferli, til nokkra vikna, vegna pólitískrar stefnumótunar blaðsins, sem að mínu mati var í bæði skiptinn ekki sæmandi þessu vandaðasta blaði þjóðarinnar. Á þeim árum hafði ég verk að vinna í vörnum landsbyggðarinnar, þá var alltaf hægt að treysta á að blaðamennska Morgunblaðsins færi faglega og hlutlaust í skrifum um þau mál og geri reyndar enn.
Að fara tvisvar í Moggafílu" á tæpum fimmtíu árum er ekki mikið fyrir venjulegan sósíalista.
Ég verð að treysta því að formaður stjórnar Árvakurs standi við þau orð sín, að menn vissu vel að fjölmiðlar Árvakurs nytu óskoraðs trausts þjóðarinnar og því trausti ætluðu þeir ekki að bregðast". Við munum áfram flytja óhlutdrægar, heiðarlegar og sanngjarnar fréttir af öllu sem máli skiptir, eigendum Árvakurs jafnt sem öðrum. Í þeim efnum mun ekkert breytast". Óskar sagði á fundinum að ekki væri gert ráð fyrir breytingum á fréttastjórn Morgunblaðsins.
Það var mjög sæmandi fyrir nýja stjórn þessa virta blaðs að hafa haft í huga máltækið engin verður óbarin biskup" þegar nýi aðalritstjórinn var valinn.
Að velja langbarið og reynslumikið ofurmenni í íslenskum stjórnmálum er að sjálfsögðu mjög viðeigandi vegna eðli málsins og þess viðsjáverða þjóðfélagsástands sem búið er við.
Sem þolandi en um leið notandi Morgunblaðsins, vonandi um nokkurn tíma í viðbót, vil ég óska nýjum ritstjórnarjöfrum velfarnaðar í vandasömum störfum og Mogganum mínum heilum til framtíðar að líta.
Miðvikudagur, 30. september 2009
Vinnubrögð ríkisbanka, engin myrkraverk en dagljós heiðarleiki !.
Semsagt allt hjúpað dagljósum heiðarleika.
29. sep. 2009 - 13:00
Stjórnarmaður í Kaupþingi: Eftir að ríkið eignaðist bankann fara allir heim klukkan fjögur
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, stjórnarmaður í Nýja Kaupþingi af hálfu skilanefndar bankans, segir að eftir að ríkið hafi eignast bankann fari allir starfsmennirnir heim til sín klukkan fjögur á daginn. Það útskýri tómar aðalstöðvar hússins eftir fjögur.Í danska tímaritinu Lögfræðingnum" segir af Jóhannesi og hvernig saga hans sé í raun dæmigerð fyrir Ísland. Hann hafi verið lögfræðingur í Kaupþingi til ársins 2007, þá horfið á braut en snúi nú aftur sem einn af fulltrúum skilanefndar bankans og sitji nú í stjórn hans. Jóhannes segir að þegar hann líti tilbaka sjái hann að ekki hafi verið allt sem sýndist í íslensku efnahagslífi. Svo segir í tímaritinu:
Hann hittir okkur í tilkomumiklum, en galtómum höfuðstöðvum Kaupþings í miðbæ Reykjavíkur. Við erum steinsnar frá ströndinni. Það er arkitektahönnun í gleri og steini, útsýni til fjallanna og dönsk hönnun. En ekkert fólk er á göngunum - og það er mikil þögn.
Eftir að ríkið eignaðist bankann fara allir heim klukkan fjögur, segir Jóhannes."
Að fá ný verkefni var áður erfitt fyrir nýjar lögfræðistofur. Það var lítil hreyfing á hlutum og flestir keyptu þjónustu af þekktum lögfræðingum. Nú eru allir á höttunum eftir góðum lögfræðingi. Þú getur því alveg sagt að lögfræðingarnir græði á kreppunni, á sinn hátt."
Greininni lýkur með þessum orðum Jóhannesar:
Í dag eru um 20.000 manns án atvinnu á Íslandi, flestir í byggingar- og bankageirunum, en maður finnur tæplega lögfræðing í dag sem ekki getur fundið sér vinnu."
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Bankakerfið í vanda vegna plásleysis í penningageymslum.
Já manni minn mörg eru vandamál á ráðherraborðum.
Kerfið gengur þá fyrst upp að leigugjaldi peninga bankanna sé stillt í hóf í grænum hvelli og þá sé farin Japanska leiðin í stað þess að horfa í laupnir sér og hafa yndi af heimatilbúnum vandamálum og atvinnuleysi.
Frétt í Fréttablaði í dag.
Sér ekki hvernig kerfið gangi upp bankamálum.
Innstæður í bönkum hafa aukist mikið frá því fyrir hrun og eru nú um tvö þúsund milljarðar króna.
"Það má lýsa þessu þannig að bankarnir eru stútfullir af peningum," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi segir að óhætt sé að hvetja fólk til fjárfestinga, sérstaklega ef það snýst um innlenda vöru.
Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að fólk og fyrirtæki kjósi fremur að spara en eyða og því aukist innstæður hratt.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það áhyggjuefni að fjármagn sem til er fari ekki í fjárfestingar. "Peningamálastefnan á að skila því að háir vextir haldi peningum í landinu en af því að þeir eru svo háir eru þeir bara á bankabókunum. Ég fæ ekki séð hvernig bankakerfið getur gengið upp við þessar aðstæður."- vsp / sjá síðu 6
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.8.2009 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Velferðarverndun vinstri stjórnar.
Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta og ekki dugar að láta sér nægja íslensk matvæli því þau hafa sum hver hækkað um 50% sérstaklega landbúnaðarvörur.
Bensínverð hefur aldrei verið hærra. opinber þjónusta og skattar hafa hækkað gífurlega. Lyfjaverð og heilbrigðisþjónusta er varla viðráðanleg nema betur stæðum.
Tekjuauki engin finnanlegur og þótt svo væri ekki nothæfur nema svartur væri, vegna skerðingar og skattaauka.
Tryggingarbætur nánast úr sögunni.
Ætla Jóhanna og Steingrímur velferðaverndarar að svelta fólk til ölmusu og vandræða.
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Mafíósa aðferðir í ríkisfjármálum.
Stjórnmálastéttin seilist en og aftur í tryggingarsjóð okkar með svo hræðilegum aðferðum að helst má líkja við aðferðafræði mafíósa.
Allir lífeyrissjóðirnir töpuðu á fjárfestingum sínum á síðasta ári. Mismiklu þó.
Fæstir eiga eignir til að standa að fullu undir lífeyrisskuldbindingum í framtíðinni.
Lífeyrisþegar geta haft 99 þúsund kr. í fjármagnstekjur á ári án þess að það skerði lífeyri almanna trygginga. Vextir umfram það skerða lífeyrisgreiðslur að fullu, í stað 50% áður.
Á árinu 2008 náðust fram miklar réttarbætur til handa öldruðum og öryrkjum sem nú hafa flestar hafa verið teknar til baka 01.07.2009 með lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum".
Grunnlífeyrir vegna lífeyrissjóðstekna vori meðal annars núllaður, eins fram kemur hér að ofan og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar verður lækkað.
Af hverju segir sómakær félagsmálaráðherra ekki af sér þegar hurðum er skellt á nef hans, er hann kannski ekki sómakær eða bara hreinn og beinn vandamálasmiður eins flestir íslenskir stjórnmálamenn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)