Skuldaskil við almenning.

Á síðustu öld, seinni hluta, voru skuldaskil landsfeðra og útgerðar/fiskvinnslu nánast árstíðarbundin aðgerð, veðbönd sá ég á 45 veðrétti.

Þetta gerðu landsfeður að eigin sögn af neyð. Landsfeður og mæður eiga ekki að spyrja okkur, almenning, um hvað eigi að gera, þegar við erum að benda hvað þarf að gera. Þau eru valin af okkur til að gera það sem þarf að gera,  sérstaklega  ef að líkur séu á að frumskógarlögmál verði neyðargrunnur almennings. Neyð krefst neyðarráðstafanna.

Lánveitendurnir hafa búið við axlabönd og belti, með alt sitt á þuru, búið við vaxtamun svo ríflegan að hvergi í heiminum fannst annað eins. Þeir verða einfaldlega að setjast niður með skuldurum og leysa málin með þeirri reisn sem þeim sæmir og þeirra framtíð byggir á.

Ríkistjórn, byrjið samstarfið með stæl. Hysjið buxur lánveitenda upp. Lausn á skuldavanda heimilanna þolir ekki lengri bið.  

Hver vill bera kostnað af þeim blóðuga harmleik sem gjaldþrota fjölda heimil getur leitt af sér?. Það stendur upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að svara því með aðgerðum, væl dugar ekki lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband