Sókn gegn pólitískum trúði, með allt niðrum sig.

Það er komin tími til að hefja alvöru taflmennsku við bæði Gordon Brown  og  AGS.

Ef það kemur í ljós að sóknartaflmennska Brown byggir á samstarfi AGS og ríkisstjórnar Breta er ljóst að staða þeirra beggja veikist til muna, en okkar styrkist.

Biðleikur AGS vegna umsóknar Íslands um aðstoð var stjórnað af Bretum, því er mjög eðlilegt að  álykta að Brown tefli þeim fram aftur.

Og það sem er sérlega skemmtilegt við þessa taflmennsku, er að sama staða kemur upp, þó í ljós komi að AGS er ekki að leika með. Trúverðugleiki Brown skerðist mikið.

Það er kominn tími á harða sókn gegn Brown og óráðshjal hans, og röngum vinnubrögðum AGS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband