Útrás og nú innrás með hjálp Standard & Poors.

Það er algjör fjarstæða að ætla Landsvirkjun þá stöðu sem matsfyrirtækið gerir. Hinsvegar skulu menn hafa í huga með því að kveikja á minniskuppi, hve áreiðanlegt mat þessa sama fyrirtækis var á útrásar mógúlunum aðdraganda hrunsins.

Ef Landsvirkjun væri metin samkvæmt þessu í alvöru og almennt, þá eru það allt aðrir þættir en afkomu möguleikar fyrirtækisins sem alþjóða kapítalistarnir sjá í spilum íslensk samfélags.

Orkufyrirtæki sem framleiðir orku og hefur þar að auki einokunarstöðu á markaði, er eftirsóttasti viðskiptavinur þeirra sem þurfa að koma fjármagni í vinnu hvar sem þau eru staðsett í heiminum.

Ég spyr, er von á innrás með hjálp matsfyrirtækjanna, á sama hátt og gerð var útrás með þeirra hjálp með svo alvarlegum afleiðingum sem raun ber vitni. Ljóst er að kapítalistar allra landa vilja eignast svona gullnámu sem Landsvirkjun er og verður um alla framtíð, líka íslenskir kapítalistar.


mbl.is Landsvirkjun á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband