Spítala skattur í sparnaðarskyni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi.

okt_2006_001.jpg

Minn betri  helmingur tók sótt eina erfiða sem virtist af mér leikmanninum vera hjartaáfall eða eitthvað enn alvarlegra, svo ekki var annað ráð betra en í hendingskast að flytja hana á bráðamóttöku kl. 10 að morgni um miðjan apríl.

Segir ekki mikið af móttöku þar annað en að mér bárust spurnir af þar sem ég beið tíðinda að hún hefði verið flutt á annan sjúkrahús í framhalds rannsókn þegar eitthvað var liðið dags, hélt ég þangað og satt hjá henni til kl. 21 um kvöldið en þá var líka mætt góð vinkona hennar henni til stuðnings og ánægju.

Engar niðurstöðu höfðu við fengið hvað valdið hafði vanlíðan þeirri sem varð til heimsóknar á sjúkrahús þegar hér var komið, fór ég því og spurðist fyrir um stöðuna hjá sviphreinni hvítklæddri frú í búri einu í grennd við sjúkrarúmið, þar fékk það að vita að engin endanleg svör væru um orsök áfallsins. Það yrð vart fyrr en með morgni.

Hélt ég til þá okkar heima, því ég hélt fávisku minni að nú væri rétt að halda heim og bíða tíðinda morguns. Það þurfti ekki því vinkonan kom með frúnna kl 23 og það án niðurstöðu hvað væri að.  Lengi ég ekki þessa frásögn frekar en afleiðing eða krankleiki frúarinnar hefur komið og farið oft síðan þar hefur engin betrun orðið. Enda kannski ekki við að búast snöggum viðsnúning á 72 aldursári.

Reikningur kom nokkru síðar eitthvað á annan tug þúsunda króna, sem varð mér til undrunar, því ég vissi ekki betur en að vinstri-græni heilbrigðisráðherrann hefði slegið áform Guðlaugs Þórðarsonar um spítala skatt  út af borði með miklum bægslagangi og fjölmiðlafári. Hringdi ég því í skrifstofu ríkispítala og fékk þær fregnir að spítalaskattur væri en við líði ef maður væri skemur á spítala en sólarhring. Hananú.  

Næst lá leið mín í þá frægu stofnun Tryggingarstofnun, sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa lagt metnað sinn í að eyðileggja á síðustu áratugum, til að skila inn reikningunum fyrir vistinni.

Yndisleg frú sem tók á móti reikningunum og mínum spurningum um hvort væri ílagi að henda sjúklingum út á gaddinn svona í sparnaðarskyni fyrir Ríkispítalanna, svaraði að hún hefði heyrt af fólki sem hefði verið rekið heim nálæg sólrisu, 23 að kvöldi væri þó mun þægilegri tími.

Þetta er velferðarstaða þeirra sem hafa greitt tryggingar iðgjald í rúm 60 ár fyrir tryggingarbætur  ef lent væri mótvind.  

Á ótrúlegan hátt hafa stjórnmálamenn lagt sig í líma við að eyðileggja almenna tryggingarkerfið, jafnvel talið sig hafa lögvarða stöðu til að gera tryggingarkerfið að tekjujöfnunarkerfi.

Það hlutverk hefur tekjuskattskerfið en ekki almenna tryggingarkerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband